Innlent

Aflaverðmæti komið í 280 milljónir

Aflaverðmæti Engeyjar RE-1, nýjasta og stærsta frystiskips Íslendinga, er komið í tæpar 280 milljónir króna en skipið er nú í sínum öðrum túr. Verið er að landa um 1500 tonnum af síldarafurðum úti á sjó í þessum töluðu orðum. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarfisks hjá Granda, eru menn þar á bæ ánægðir. Það hafi gengið vonum framar og öll tæki og tól hafi virkað mjög vel í Engeynni. Aðspuður hvort ekki sé erfitt að landa úr skipinu úti á sjó segir Vilhjálmur að það hafi gengið mjög vel. Flutningaskipið hafi þó ekki tekið á móti fiski jafnhratt og vonir stóðu til en vel hafi gengið um borð í Engey og allt gengið vonum framar. Engey er nú að veiðum norðarlega í Smugunni og að sögn Vilhjálms leggja menn á sig gífurlega vinnu um borð og fá laun í samræmi við það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×