Blæs á sögusagnir um klofning 15. ágúst 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, blæs á sögusagnir um að hreyfingin í Reykjavík sé að klofna. Félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík verður haldinn í kvöld þar sem ákveðið verður hvort vinstri - grænir vilji halda R-listasamstarfinu áfram. Ekki eru taldar miklar líkur á því að hreyfingin vilji áframhaldandi samstarf og því verði ákveðið að bjóða fram sér fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Aðspurður hvort hann sé hræddur um að vinstri - grænir í Reykjavík muni klofna ef niðurstaðan verður sú að hreyfingin dragi sig út úr R-listasamstarfinu segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, að hann sé það alls ekki. Það hafi einkennt framgöngu vinstri - grænna í málinu að þar á bæ hafi málin verið unnin lýðræðislega og félagslega og bæði stjórn félagsins, viðræðunefnd og borgarfulltrúar flokksins hafi sótt skýrt umboð til almennra félagsfunda eins og þess sem halda eigi í kvöld. Þó svo að menn kunni að hafa mismunandi skoðanir og mat á stöðunni hafi menn staðið saman um þá stefnu sem ákveðin hafi verið. Hann hafi því engar áhyggjur af klofningi og telur að menn ættu að gæta þess í einhverri taugaveiklun og kjaftagangi að fara ekki fram úr sér. Fréttastofan sagði frá því í gær að þreifingar væru hafnar um framhald á stjórnarsamstarfi í borginni án þátttöku vinstri - grænna en með frjálslyndum og óháðum. Inn í þetta nýja R-listassamstarf kæmu enn fremur ýmsir fulltrúar Vinstri - grænna sem myndu kljúfa sig úr flokknum. Spurður hvernig honum lítist á þessar hugmyndir segir Steingrímur að hann hafi enga skoðun á því á meðan um sé að ræða orðróm og sögusagnir. Vinstri - grænir hafi talið að þeir væru í alvöru viðræðum á heiðarlegum grundvelli um það hvort kosningabandalag flokkanna þriggja gæti haldið áfram á sama grunni og það hefur verið. Það hafi verið vilji til þess af hálfu vinstri - grænna að láta reyna á það til þrautar en ekki hafi náðst samkomulag um slíkt. Það sé þá allt annað mál ef menn ætli að búa til nýtt samstarf á nýjum grunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, blæs á sögusagnir um að hreyfingin í Reykjavík sé að klofna. Félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík verður haldinn í kvöld þar sem ákveðið verður hvort vinstri - grænir vilji halda R-listasamstarfinu áfram. Ekki eru taldar miklar líkur á því að hreyfingin vilji áframhaldandi samstarf og því verði ákveðið að bjóða fram sér fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Aðspurður hvort hann sé hræddur um að vinstri - grænir í Reykjavík muni klofna ef niðurstaðan verður sú að hreyfingin dragi sig út úr R-listasamstarfinu segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, að hann sé það alls ekki. Það hafi einkennt framgöngu vinstri - grænna í málinu að þar á bæ hafi málin verið unnin lýðræðislega og félagslega og bæði stjórn félagsins, viðræðunefnd og borgarfulltrúar flokksins hafi sótt skýrt umboð til almennra félagsfunda eins og þess sem halda eigi í kvöld. Þó svo að menn kunni að hafa mismunandi skoðanir og mat á stöðunni hafi menn staðið saman um þá stefnu sem ákveðin hafi verið. Hann hafi því engar áhyggjur af klofningi og telur að menn ættu að gæta þess í einhverri taugaveiklun og kjaftagangi að fara ekki fram úr sér. Fréttastofan sagði frá því í gær að þreifingar væru hafnar um framhald á stjórnarsamstarfi í borginni án þátttöku vinstri - grænna en með frjálslyndum og óháðum. Inn í þetta nýja R-listassamstarf kæmu enn fremur ýmsir fulltrúar Vinstri - grænna sem myndu kljúfa sig úr flokknum. Spurður hvernig honum lítist á þessar hugmyndir segir Steingrímur að hann hafi enga skoðun á því á meðan um sé að ræða orðróm og sögusagnir. Vinstri - grænir hafi talið að þeir væru í alvöru viðræðum á heiðarlegum grundvelli um það hvort kosningabandalag flokkanna þriggja gæti haldið áfram á sama grunni og það hefur verið. Það hafi verið vilji til þess af hálfu vinstri - grænna að láta reyna á það til þrautar en ekki hafi náðst samkomulag um slíkt. Það sé þá allt annað mál ef menn ætli að búa til nýtt samstarf á nýjum grunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira