Innlent

Sölubann vegna gerlamengunar

Salmonella, saurkólígerlar og E.coli gerlar hafa fundist í sýnum sem tekin hafa verið úr kryddjurtum, ávöxtum og grænmeti frá Tælandi sem seld hafa verið hér á landi um hríð. Hefur Umhverfisstofnun sett dreifingar- og sölubann á viðkomandi vörur og mun yfirfara næstu tvær sendingar innflytjanda vandlega til að tryggja að vörurnar séu ekki mengaðar. Baldvin Garðarsson hjá Umhverfisstofnun segir ekki ástæðu að svo stöddu til að skýra frá því um hvaða vörur sé að ræða né heldur í hvaða verslunum þær hafa verið seldar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×