Erlent

Bush tilbúinn að beita valdi

Bush Bandaríkjaforseti sagði í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð í dag að honum fyndist koma til greina að beita Írana valdi til að fá þá til að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Bush sagði engar leiðir útilokaðar, þótt bein árás væri auðvitað síðasta úrræðið. Íranar hófu auðgun úrans síðastliðinn mánudag eftir að hafa hafnað samningstillögum Evrópusambandsins um ýmiss konar efnahagsaðstoð gegn því að þeir létu af kjarnorkutilraunum. Íranar segja kjarnorkuna aðeins ætlaða til rafmagnsframleiðslu og þeir ætli ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Því eru ekki allir vestrænir leiðtogar tilbúnir að trúa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×