Erlent

Sjaldgæf vískíflaska á 15 millj.

Sjaldgæf flaska af írsku viskíi hefur verið boðin upp á Netinu og er lágmarksboð 100 þúsund sterlingspund, eða fimmtán milljónir íslenskra króna. Flaskan er frá síðari hluta nítjándu aldar og er talin sú síðasta sem eftir er frá Nunnueyjarbrugghúsinu í Galway-sýslu á Vestur-Írlandi. Það hætti framleiðslu árið 1913 og fyrir þá sem vilja reyna að tryggja sér flöskuna er slóðin á uppboðsvefnum whiskyandwines.com.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×