Gengur aldrei í bleiku 11. ágúst 2005 00:01 "Ég veit ekki alveg hvort ég á að velja -- eyrnalokkana mína eða úlpuna," segir Erna og ákveður að gera ekki upp á milli uppáhaldshlutanna sinna og segja frá þeim báðum. "Ég fór inn í Spútnik fyrir algjöra slysni með vinkonum mínum fyrir ári síðan þegar ég var nýflutt í bæinn. Þar sá ég gamaldags skíðaúlpu og hún smellpassaði, þannig að ég keypti hana. Ég fór ekki úr henni allan síðasta vetur og það sama gæti orðið uppi á teningnum núna í vetur. Það er svona þegar maður finnur eitthvað sem passar, þá er erfitt að skipta því út," segir Erna en uppáhaldseyrnalokkarnir eru ívið persónulegri en úlpan. "Vinkona mín var í handverksskóla í Danmörku og bjó þá til handa mér. Þeir eru rosalega fínir og úr gleri og ég er oft með þá þegar ég er að spila. Reyndar er festingin á öðrum þeirra biluð núna þannig að ég verð að láta laga þá fyrir mig. Eyrnalokkarnir eru mjög persónulegir því þeir voru búnir til sérstaklega handa mér og það á enginn alveg eins par." Fatasmekkur Ernu hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. "Þegar ég var yngri þá var ég alltaf í Spútnik og "second hand" búðum. Ég var alltaf í hippalegum fötum og skræpóttum en nú hefur það algjörlega snúist við. Ég geng í mjög venjulegum fötum og þau mega helst ekki vera mynstruð. Mér finnst mjög gaman að vera í litum en ég er aldrei í bleiku. Ég er með ofnæmi fyrir þeim lit og rosa fóbíu síðan ég var alltaf klædd í bleikt þegar ég var lítil." Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Ég veit ekki alveg hvort ég á að velja -- eyrnalokkana mína eða úlpuna," segir Erna og ákveður að gera ekki upp á milli uppáhaldshlutanna sinna og segja frá þeim báðum. "Ég fór inn í Spútnik fyrir algjöra slysni með vinkonum mínum fyrir ári síðan þegar ég var nýflutt í bæinn. Þar sá ég gamaldags skíðaúlpu og hún smellpassaði, þannig að ég keypti hana. Ég fór ekki úr henni allan síðasta vetur og það sama gæti orðið uppi á teningnum núna í vetur. Það er svona þegar maður finnur eitthvað sem passar, þá er erfitt að skipta því út," segir Erna en uppáhaldseyrnalokkarnir eru ívið persónulegri en úlpan. "Vinkona mín var í handverksskóla í Danmörku og bjó þá til handa mér. Þeir eru rosalega fínir og úr gleri og ég er oft með þá þegar ég er að spila. Reyndar er festingin á öðrum þeirra biluð núna þannig að ég verð að láta laga þá fyrir mig. Eyrnalokkarnir eru mjög persónulegir því þeir voru búnir til sérstaklega handa mér og það á enginn alveg eins par." Fatasmekkur Ernu hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. "Þegar ég var yngri þá var ég alltaf í Spútnik og "second hand" búðum. Ég var alltaf í hippalegum fötum og skræpóttum en nú hefur það algjörlega snúist við. Ég geng í mjög venjulegum fötum og þau mega helst ekki vera mynstruð. Mér finnst mjög gaman að vera í litum en ég er aldrei í bleiku. Ég er með ofnæmi fyrir þeim lit og rosa fóbíu síðan ég var alltaf klædd í bleikt þegar ég var lítil."
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira