Nær ógerlegt að fá vegabréfsáritun 10. ágúst 2005 00:01 Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. "Fyrst þegar ég kom gekk þetta vel, þá afgreiddi íslenska sendiráðið mig, en síðan danska sendiráðið tók við þessu er varla nokkur leið að fá vegabréfsáritun til Íslands," segir Konstantín. Ísland gerði samning við dönsku utanríkisþjónustuna um að annast vegabréfsáritanir til Íslands og tók sá samningur gildi um leið og Schengen-samningurinn. Því er ekki lengur hægt að fá áritanir í íslenska sendiráðinu. Frændi Konstantíns hugðist koma frá Moskvu hingað til lands í sumar og lagði hann inn umsókn 10. júní. "Hann hefur ekki enn fengið svar en nóg af misvísandi upplýsingum frá danska sendiráðinu og umsóknin hefur ekki einu sinni borist Útlendingastofnun á Íslandi. Þetta er alveg ótrúlegt í ljósi þess að þessi maður hefur farið til Austurríkis eins og ekkert sé," segir Konstantín. Hann segir að fleiri ættingjar hans hafi fengið svipaða meðferð. Þau svör fengust hjá danska sendiráðineytinu í Moskvu að umsókn mannsins hefði verið send útlendingaeftirlitinu í Danmörku og þaðan send útlendingaeftirlitinu á Íslandi fjórum sinnum. Ekki fengust svör við af hverju hún hefði verið send svo oft. Sendiráð gefa yfirleitt vegabréfsáritun án frekara samráðs en ef grunsemd vaknar um trúverðugleika umsækjanda eða um tilgang ferðarinnar ber þeim að senda umsóknina til útlendingastofnunar í tilteknu landi. Þau svör fengust frá danska sendiráðinu að ástæðan fyrir því að Útlendingastofnun fékk umsóknina í þessu tilfellli væri að umsækjandi hefði ekki áður komið til Íslands. Einnig bárust þau svör að mun lengri tíma tæki að fá áritun fyrir þá sem ætla að fara til Reykjavíkur en þá sem fara vilja til Kaupmannahafnar. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki orðið vart við að Íslandsfarar njóti almennt verri þjónustu en aðrir hjá danska sendiráðinu. Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. "Fyrst þegar ég kom gekk þetta vel, þá afgreiddi íslenska sendiráðið mig, en síðan danska sendiráðið tók við þessu er varla nokkur leið að fá vegabréfsáritun til Íslands," segir Konstantín. Ísland gerði samning við dönsku utanríkisþjónustuna um að annast vegabréfsáritanir til Íslands og tók sá samningur gildi um leið og Schengen-samningurinn. Því er ekki lengur hægt að fá áritanir í íslenska sendiráðinu. Frændi Konstantíns hugðist koma frá Moskvu hingað til lands í sumar og lagði hann inn umsókn 10. júní. "Hann hefur ekki enn fengið svar en nóg af misvísandi upplýsingum frá danska sendiráðinu og umsóknin hefur ekki einu sinni borist Útlendingastofnun á Íslandi. Þetta er alveg ótrúlegt í ljósi þess að þessi maður hefur farið til Austurríkis eins og ekkert sé," segir Konstantín. Hann segir að fleiri ættingjar hans hafi fengið svipaða meðferð. Þau svör fengust hjá danska sendiráðineytinu í Moskvu að umsókn mannsins hefði verið send útlendingaeftirlitinu í Danmörku og þaðan send útlendingaeftirlitinu á Íslandi fjórum sinnum. Ekki fengust svör við af hverju hún hefði verið send svo oft. Sendiráð gefa yfirleitt vegabréfsáritun án frekara samráðs en ef grunsemd vaknar um trúverðugleika umsækjanda eða um tilgang ferðarinnar ber þeim að senda umsóknina til útlendingastofnunar í tilteknu landi. Þau svör fengust frá danska sendiráðinu að ástæðan fyrir því að Útlendingastofnun fékk umsóknina í þessu tilfellli væri að umsækjandi hefði ekki áður komið til Íslands. Einnig bárust þau svör að mun lengri tíma tæki að fá áritun fyrir þá sem ætla að fara til Reykjavíkur en þá sem fara vilja til Kaupmannahafnar. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki orðið vart við að Íslandsfarar njóti almennt verri þjónustu en aðrir hjá danska sendiráðinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira