Erlent

Marglyttur herja á ferðamenn

Það er ekki eintóm sæla að fara í sumarfrí. Því hafa ferðamenn við Miðjarðarhafsströnd Spánar fengið að kynnast í sumar, en þar hefur mikill fjöldi marglyttna herjað á baðgesti. Rauði kross Spánar segist hafa sinnt nærri 11 þúsund manns sem hafi stungið sig á marglyttum í Katalóníu-héraði einu í sumar, en það eru tvöfalt fleiri tilfelli en á sama tíma í fyrra. Ástæðan fyrir því að marglyttunum hefur fjölgað svo við strendur Spánar er að sögn vísindamanna hiti og þurrkar á svæðinu, en marglyttur sækja í sjó þar sem saltmagnið er lítið auk þess sem þær sía næringarefni úr skolpi. Þá hefur ofveiði á þeim fisk- og skjaldbökutegundum sem éta marglyttur leitt til þess að marglyttunum hefur fjölgað töluvert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×