Innlent

Enski boltinn í loftið á föstudag

Enski boltinn ætlar að sýna að minnsta kosti 340 leiki beint á keppnistímabilinu og geta áhorfendur valið á milli allt að fimm leikja samtímis um helgar. Stöðin fer í loftið föstudaginn 12. ágúst en keppnistímabilið hefst nú um helgina. Eingöngu verða sýndir enskir leikir eða þættir sem fjalla um þá. Dagskráin hefst klukkan 13.00 á virkum dögum með endursýningum en á morgnana um helgar. Fjórir innlendir og tveir enskir þættir verða á dagskrá stöðvarinnar. Einn leikur um hverja helgi verður aðalleikur dagsins og verður honum lýst á íslensku, en hinir leikirnir verða á aukarásum og verður lýst á ensku. Magnús Ragnarsson sagði vonir manna standa til þess að allir áskrifendur að enska boltanum gegnum ADSL yrðu komnir með tengingu í þessari viku. Þá verður opnaður nýr vefur um enska boltann í vikunni sem Mbl.is hýsir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×