Erlent

Skoskar konur spengilegastar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem breska dagblaðið The Independent segir frá virðast sýna að holdafar þarlendra kvenna ráðist öðru fremur af póstnúmerinu. Áberandi munur er á vaxtarlagi skoskra, velskra og enskra kvenna. Skoskar konur eru þær grennstu í Bretlandi og er talið að það stafi af mikilli ávaxtaneyslu. Lundúnasprundin hafa stærstu brjóstin, þær nota yfirleitt brjóstahaldara af stærðinni 34C á meðan meðalbrjóstastærð annarra breskra kvenna er 34B. Þær velsku eru yfirleitt perulagaðri en aðrar konur Bretlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×