Lítil útvarpsstöð með stórt hjarta 9. ágúst 2005 00:01 Það var með XA radíó eins og svo margt annað í veröldinni að hugmyndin kviknaði í kolli eins manns og þótti slæm í fyrstu. Hann lét þó ekki deigan síga heldur efldist við andstreymið og tveimur vikum síðar var stöðin komin af stað. Þegar ljóst var að hugmyndin var ekki slæm heldur þvert á móti góð komu aðrir til hjálpar og síðan hefur tæpur tugur manna komið beint að starfseminni og annar tugur veitt aðstoð. "Margir hafa látið vita að þeir hlusti og líki efnið vel," segir einn þeirra er kemur að starfseminni. Hann bætir raunar við að mörgum þykji skorta á að efnið sé endurnýjað en endurtekningar eru tíðar á stöðinni. Dagskrá XA radíó samanstendur af ræðum fyrirlesara frá Bandaríkjunum og upplestri úr AA bókunum. Efninu er ætlað að höfða til allra sem lifa eftir 12 spora kerfinu, ekki bara þeirra sem glíma við alkóhólisma. Ræðurnar eru fluttar á ensku og þurfti sérstakt leyfi Útvarpsréttarnefndar til að fá að útvarpa þeim því gert er ráð fyrir að efni á íslenskum útvarpsstöðvum sé á íslensku. Umfang XA radíó er smátt í sniðum. Efni er hlaðið niður í tölvu í miðborg Reykjavíkur og því veitt í aðra tölvu sem staðsett í Breiðholti. Þaðan er það sent í sendinn á Vatnsendahæð sem svo varpar því í viðtækin. Útsendingarnar nást á höfuðborgarsvæðinu, vestur á Snæfellsnes og suður á Reykjanes. Vonir standa til að hægt verði að stækka útsendingarsvæðið og er helst horft til Akureyrar og nágrenis í þeim efnum.XA radíó er rekið með hliðstæðum hætti og AA deildir. Peningum er einvörðungu aflað til rekstursins sjálfs, enginn afgangur á að verða - enginn hagnaður. Um eitt hundrað félagar leggja rekstrinum til peninga mánaðarlega og nema framlögin frá 200 og upp í 2000 krónur. XA radíó er ekki einasta einstök útvarpsstöð á Íslandi því hún á sér ekki fyrirmynd í heiminum. Hún gæti hins vegar orðið fyrirmynd sambærilegrar útvarpsstöðvar í Danmörku þar sem íslenskir eldhugar hafa í hyggju að koma slíkri stöð á fót - alkóhólistum og öðru 12 spora fólki til hagsbóta. Fréttir Innlent Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Það var með XA radíó eins og svo margt annað í veröldinni að hugmyndin kviknaði í kolli eins manns og þótti slæm í fyrstu. Hann lét þó ekki deigan síga heldur efldist við andstreymið og tveimur vikum síðar var stöðin komin af stað. Þegar ljóst var að hugmyndin var ekki slæm heldur þvert á móti góð komu aðrir til hjálpar og síðan hefur tæpur tugur manna komið beint að starfseminni og annar tugur veitt aðstoð. "Margir hafa látið vita að þeir hlusti og líki efnið vel," segir einn þeirra er kemur að starfseminni. Hann bætir raunar við að mörgum þykji skorta á að efnið sé endurnýjað en endurtekningar eru tíðar á stöðinni. Dagskrá XA radíó samanstendur af ræðum fyrirlesara frá Bandaríkjunum og upplestri úr AA bókunum. Efninu er ætlað að höfða til allra sem lifa eftir 12 spora kerfinu, ekki bara þeirra sem glíma við alkóhólisma. Ræðurnar eru fluttar á ensku og þurfti sérstakt leyfi Útvarpsréttarnefndar til að fá að útvarpa þeim því gert er ráð fyrir að efni á íslenskum útvarpsstöðvum sé á íslensku. Umfang XA radíó er smátt í sniðum. Efni er hlaðið niður í tölvu í miðborg Reykjavíkur og því veitt í aðra tölvu sem staðsett í Breiðholti. Þaðan er það sent í sendinn á Vatnsendahæð sem svo varpar því í viðtækin. Útsendingarnar nást á höfuðborgarsvæðinu, vestur á Snæfellsnes og suður á Reykjanes. Vonir standa til að hægt verði að stækka útsendingarsvæðið og er helst horft til Akureyrar og nágrenis í þeim efnum.XA radíó er rekið með hliðstæðum hætti og AA deildir. Peningum er einvörðungu aflað til rekstursins sjálfs, enginn afgangur á að verða - enginn hagnaður. Um eitt hundrað félagar leggja rekstrinum til peninga mánaðarlega og nema framlögin frá 200 og upp í 2000 krónur. XA radíó er ekki einasta einstök útvarpsstöð á Íslandi því hún á sér ekki fyrirmynd í heiminum. Hún gæti hins vegar orðið fyrirmynd sambærilegrar útvarpsstöðvar í Danmörku þar sem íslenskir eldhugar hafa í hyggju að koma slíkri stöð á fót - alkóhólistum og öðru 12 spora fólki til hagsbóta.
Fréttir Innlent Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira