Innlent

Hermenn mega ekki sækja Traffic

Bandarískum hermönnum á varnarstöðinni í Keflavíkurflugvelli hefur verið bannað af æðstu stjórn hersins að fara á skemmtistaðinn Traffic í Reykjanesbæ, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Chris Usseman, hjá upplýsingaskrifstofu Varnarliðsins, staðfesti þetta við Víkurfréttir. Ástæður fyrir banninu eru þær að hermenn hafi lent í of mörgum „vandamálum" á skemmtistaðnum og bendir Usselman á stungumálið, aðfararnótt laugardags. Jósep Þorbjörnsson, eigandi skemmtistaðarins, fékk sent bréf frá æðstu stjórn hersins þar sem honum var tjáð að skemmtistaðurinn væri á bannlista hjá hernum til 20. september en þá verður ákvörðunin endurskoðuð. Ástæður sem gefnar eru í bréfinu eru þær að hermenn hafi verið fórnarlömb ýmissa árása upp á síðkastið og var tekið sem dæmi stungumálið fyrrnefnda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×