Innlent

Lögum fylgt við starfslok Andra

Það er ekkert hægt að gera ef menn gera starfslokasamning af fúsum og frjálsum vilja í stað þess að fara í fæðingarorlof. Fyrirtæki sem meina feðrum að fara í fæðingarorlof myndu vart ráða konu á barneignaraldri til starfa. Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir situr í úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála en nefndin úrskurða um ágreiningsefni sem rísa á grundvelli laga um fæðingaorlofsmál. Nefndin tekur einungis upp ágreiningsmál þar sem formleg kæra berst. Þar sem sátt er sögð ríkja í máli Andra Teitssonar, sem sagði starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri KEA á dögunum í stað þess að taka fæðingarorlof gegn vilja stjórnar fyrirtækisins, getur nefndin, að sögn Guðrúnar, ekki tekið málið upp. Enginn getur í raun kært mál nema hann tengist því beint en þá er spurning hvert fólk, sem misbýður mál, getur leitað?  Guðrún segir að hægt sé að leita til  jafnréttiststofu og til fleiri stofnana sem fjalla um jafnrétti.  Einnig sagði Guðrún að hægt væri að hafa samband við Félagsmálaráðuneytið. Guðrún sagði einnig að lögunum hefði verið fylgt í málum Andra því þar sem allir eru sáttir þá er það hvorki nefndarinnar eða ráðuneytis að taka málið upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×