Erlent

Óttast að Malí falli í skuggann

Hjálparstarfsmenn óttast að yfirvofandi hungursneyð í Malí falli í skuggann af nágrannalandinu Níger og landsmenn fái því ekki aðstoð fyrr en um seinan. Í Níger gerðist var ekki heldur brugðist við neyðarástandi fyrr en hungursneyð var skollin á og óttast menn nú að sagan endurtaki sig. Um ellefu milljón manns búa í Malí og er talið að um 1,5 milljón þurfi á aðstoð að halda. Að sögn talsmanna Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna hefur ekki tekist að safna nema um 20 prósent af því fé sem til þarf fyrir Malí, á meðan talsvert meira fé rennur til Níger.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×