Erlent

Hryðjuverk í Tsjetsjeníu

Fjórtán manns féllu í valinn eftir skotárás og sprengjutilræði tsjetsjenskra uppreisnarmanna í þorpinu Znamenskoje í Tsjetsjeníu. Tuttugu eru særðir. Uppreisnarmennirnir skutu fyrst á bíl fullan af lögreglumönnum en þegar annar bíll kom aðvífandi var öflug sprengja sprengd. Tvö börn eru í hópi þeirra sem létust. Að sögn Interfax-fréttastofunnar kennir Alu Alkhanov forseti uppreisnarleiðtoganum Shamil Basajev og mönnum hans um ódæðið en þeir eru meðal annars sagðir bera ábyrgð á fjöldamorðunum í Beslan í september í fyrra. Þjóðarsorg verður í Tsjetsjeníu á morgun vegna tilræðisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×