Luxemburgo fær nóg 9. júlí 2005 00:01 Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð nokkurra leikmanna Real Madrid á síðustu vikum og mánuðum og svo virðist sem knattspyrnustjóranum brasilíska þyki nóg komið af svo góðu. Fjölmiðlar hafa velt fyrir sér framtíð þeirra Luis Figo, Guti og Michael Owen, því þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti gagnrýnt þá ákvörðun stjórans að láta þá verma varamannabekk liðsins.Michael Owen var kannski skiljanlega hissa á að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu í fyrra, því að markaskorun hans miðað við leiknar mínútur var með afbrigðum góð. Talið var líklegt að Owen myndi því íhuga að koma aftur til Englands í ár, því ekki hefur staðið á áhuga félaga í heimalandi hans, auk þess sem leikmaðurinn vill að sjálfsögðu fá næg tækifæri til að tryggja sig í enska landsliðið sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi næsta sumar. Wanderlei Luxemburgo hefur nú tekið af allan vafa með framtíð leikmannanna. "Ef menn ætla að vera í hópnum með það fyrir augum að vera alltaf í byrjunarliðinu, verða þeir einfaldlega að leita eitthvert annað. Við kaupum leikmenn til Real Madrid til að vera partur af leikmannahópi liðsins, ekki til að byrja alltaf inn á. Það eru endalausar vangaveltur í gangi með Michael Owen og menn tala sífellt um að hann sé á leið frá félaginu. Málið er einfalt, hann er samningsbundinn Real, alveg eins og Luis Figo og hvort þeir byrja inn á eða ekki hefur ekkert með málið að gera," sagði Luxemburgo, sem undirstrikaði jafnframt hver það væri sem réði hlutunum. "Það er ég sem ræð því hverjir eru í liðinu hverju sinni og ef ég tel að menn eigi ekki að vera í liðinu, eru þeir ekki í liðinu. Guti talaði um að hann væri ósáttur við að fá ekki að spila meira og talaði um að fara frá liðinu. Hann hefði átt að hætta að tala um það og gera eitthvað í því í staðinn, en staðreyndin er bara sú að hann fann ekkert lið sem vildi hann, þannig að honum væri hollast að hafa sig hægan," sagði Luxemburgo ákveðinn og greinilegt er að hann ætlar ekki að láta leikmenn sína spila með sig. Miðað við þessar yfirlýsingar knattspyrnustjórans gæti framtíð Michaels Owen hjá Real verið nokkuð óljós, því með tilkomu enn eins framherjans, ungstirnisins Robinho, er ljóst að samkeppnin um framherjastöðurnar í liðinu verður enn harðari en hún var á síðustu leiktíð. Þetta hefur einnig orðið til þess að kveikja aftur í orðrómi þess efnis að Owen snúi aftur til Englands og hafa Arsenal, Chelsea og gamla félagið hans Liverpool, öll verið nefnd til sögunnar í þeim efnum. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fleiri fréttir Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Sjá meira
Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð nokkurra leikmanna Real Madrid á síðustu vikum og mánuðum og svo virðist sem knattspyrnustjóranum brasilíska þyki nóg komið af svo góðu. Fjölmiðlar hafa velt fyrir sér framtíð þeirra Luis Figo, Guti og Michael Owen, því þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti gagnrýnt þá ákvörðun stjórans að láta þá verma varamannabekk liðsins.Michael Owen var kannski skiljanlega hissa á að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu í fyrra, því að markaskorun hans miðað við leiknar mínútur var með afbrigðum góð. Talið var líklegt að Owen myndi því íhuga að koma aftur til Englands í ár, því ekki hefur staðið á áhuga félaga í heimalandi hans, auk þess sem leikmaðurinn vill að sjálfsögðu fá næg tækifæri til að tryggja sig í enska landsliðið sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi næsta sumar. Wanderlei Luxemburgo hefur nú tekið af allan vafa með framtíð leikmannanna. "Ef menn ætla að vera í hópnum með það fyrir augum að vera alltaf í byrjunarliðinu, verða þeir einfaldlega að leita eitthvert annað. Við kaupum leikmenn til Real Madrid til að vera partur af leikmannahópi liðsins, ekki til að byrja alltaf inn á. Það eru endalausar vangaveltur í gangi með Michael Owen og menn tala sífellt um að hann sé á leið frá félaginu. Málið er einfalt, hann er samningsbundinn Real, alveg eins og Luis Figo og hvort þeir byrja inn á eða ekki hefur ekkert með málið að gera," sagði Luxemburgo, sem undirstrikaði jafnframt hver það væri sem réði hlutunum. "Það er ég sem ræð því hverjir eru í liðinu hverju sinni og ef ég tel að menn eigi ekki að vera í liðinu, eru þeir ekki í liðinu. Guti talaði um að hann væri ósáttur við að fá ekki að spila meira og talaði um að fara frá liðinu. Hann hefði átt að hætta að tala um það og gera eitthvað í því í staðinn, en staðreyndin er bara sú að hann fann ekkert lið sem vildi hann, þannig að honum væri hollast að hafa sig hægan," sagði Luxemburgo ákveðinn og greinilegt er að hann ætlar ekki að láta leikmenn sína spila með sig. Miðað við þessar yfirlýsingar knattspyrnustjórans gæti framtíð Michaels Owen hjá Real verið nokkuð óljós, því með tilkomu enn eins framherjans, ungstirnisins Robinho, er ljóst að samkeppnin um framherjastöðurnar í liðinu verður enn harðari en hún var á síðustu leiktíð. Þetta hefur einnig orðið til þess að kveikja aftur í orðrómi þess efnis að Owen snúi aftur til Englands og hafa Arsenal, Chelsea og gamla félagið hans Liverpool, öll verið nefnd til sögunnar í þeim efnum.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fleiri fréttir Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Sjá meira