Erlent

Sigur fyrir samkynhneigða í Kanada

Kanadíska þingið samþykkti ný lög sem leyfa samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Töluverðrar andstöðu hefur gætt meðal íhaldssamari þingmanna og atkvæðagreiðslan féll þannig að 158 þingmenn samþykktu lögin gegn 133. Flest héruð landsins hafa þegar leyft samkynhneigðum að giftast og felast því einungis breytingar í nýju lögunum fyrir sum ríki. Kanada er því þriðja landið í heiminum sem gefur hjónabandi samkynhneigðra sömu réttarstöðu og hjónabandi milli karls og konu en fyrir hafa Holland og Belgía gert þessar breytingar á löggjöf sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×