Gamli sáttmáli víst gamall 29. júní 2005 00:01 Sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur efasemdir um að Gamli sáttmáli, helsta plagg sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, sé yngri en talið var eins og haldið er fram í nýrri doktorsritgerð. Þar er því haldið fram að Gamli sáttmáli sé seinni tíma tilbúningur. Gamli sáttmáli er skjal sem skipar sérstakan sess í sögu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Hann er nokkurs konar skilmálaskrá milli Íslendinga og Noregskonungs. Sáttmálinn var grundvallarplagg í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og beitti Jón Sigurðsson honum óspart. Gamli sáttmáli er til í tveimur gerðum, sú eldri frá árinu 1262 en hin seinni frá árinu 1302, að því er talið hefur verið hingað til. Hann hefur hins vegar bara varðveist í uppskrift frá 15. og 16. öld. Patricia Pires Boulhosa, brasilískur sagnfræðingur, heldur því fram í doktorsritgerð við Cambridge að Gamli sáttmáli sé um 200 árum yngri en haldið var fram og spunameistarar 15. aldar hafi skrifað hann til að koma sér undan einokunarverslun við konung því þeir hafi viljað hefja viðskipti við Englendinga. Í því sambandi vísar hún til efnahagsástandins á þessum tveimur mismunandi tímum. Helgi Þorláksson prófessor segir kenningu hennar tímabæra, djarfa og þarfa. Hún gangi skrefinu lengra með því að velta því fyrir sér að textarnir séu „tilbúnir“ á þessum tíma. Hún vilji hins vegar ekki nota orðið „falsanir“ því þeir geti byggt á minningum eða óljósum hugmyndum en mótist ekki í rituðu máli fyrr en á umræddum tíma. Meðal annars er kveðið á um í Gamla sáttmála að konungur sendi árlega sex skip til Íslands og Patricia telur með vísan til efnahagsástandsins að aldur sáttmálans passi ekki, en Helgi telur það alveg ganga. Noregskonungur kom á einokunarverslun á 14. öld en 1419 skrifuðu Íslendingar honum bréf og minna á að ekki hafi verið staðið við skipin sex. Spurningin sé hvort það sé þá sannfærandi, að sögn Helga, að sá hópur, sem samanstóð af hirðsstjóra, lögmönnum og lögréttumönnum, búi það til. Hann segir að það sé líka til bréf frá konungi frá 1431 þar sem hann segir að það sé regla að sex skip fari frá Noregi til Íslands og önnur sex komi. Helgi segir óþarfa að endurskrifa skólabækur, a.m.k. strax. Það blasi hins vegar við að menn fari að skoða Gamla sáttmála í ljósi þessara hugmynda Patriciu. Doktorsritgerð Patriciu verður gefin út í haust og þá má búast við að fræðingar láti til sín taka í þessu gamla og nýja máli. Fréttir Innlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur efasemdir um að Gamli sáttmáli, helsta plagg sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, sé yngri en talið var eins og haldið er fram í nýrri doktorsritgerð. Þar er því haldið fram að Gamli sáttmáli sé seinni tíma tilbúningur. Gamli sáttmáli er skjal sem skipar sérstakan sess í sögu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Hann er nokkurs konar skilmálaskrá milli Íslendinga og Noregskonungs. Sáttmálinn var grundvallarplagg í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og beitti Jón Sigurðsson honum óspart. Gamli sáttmáli er til í tveimur gerðum, sú eldri frá árinu 1262 en hin seinni frá árinu 1302, að því er talið hefur verið hingað til. Hann hefur hins vegar bara varðveist í uppskrift frá 15. og 16. öld. Patricia Pires Boulhosa, brasilískur sagnfræðingur, heldur því fram í doktorsritgerð við Cambridge að Gamli sáttmáli sé um 200 árum yngri en haldið var fram og spunameistarar 15. aldar hafi skrifað hann til að koma sér undan einokunarverslun við konung því þeir hafi viljað hefja viðskipti við Englendinga. Í því sambandi vísar hún til efnahagsástandins á þessum tveimur mismunandi tímum. Helgi Þorláksson prófessor segir kenningu hennar tímabæra, djarfa og þarfa. Hún gangi skrefinu lengra með því að velta því fyrir sér að textarnir séu „tilbúnir“ á þessum tíma. Hún vilji hins vegar ekki nota orðið „falsanir“ því þeir geti byggt á minningum eða óljósum hugmyndum en mótist ekki í rituðu máli fyrr en á umræddum tíma. Meðal annars er kveðið á um í Gamla sáttmála að konungur sendi árlega sex skip til Íslands og Patricia telur með vísan til efnahagsástandsins að aldur sáttmálans passi ekki, en Helgi telur það alveg ganga. Noregskonungur kom á einokunarverslun á 14. öld en 1419 skrifuðu Íslendingar honum bréf og minna á að ekki hafi verið staðið við skipin sex. Spurningin sé hvort það sé þá sannfærandi, að sögn Helga, að sá hópur, sem samanstóð af hirðsstjóra, lögmönnum og lögréttumönnum, búi það til. Hann segir að það sé líka til bréf frá konungi frá 1431 þar sem hann segir að það sé regla að sex skip fari frá Noregi til Íslands og önnur sex komi. Helgi segir óþarfa að endurskrifa skólabækur, a.m.k. strax. Það blasi hins vegar við að menn fari að skoða Gamla sáttmála í ljósi þessara hugmynda Patriciu. Doktorsritgerð Patriciu verður gefin út í haust og þá má búast við að fræðingar láti til sín taka í þessu gamla og nýja máli.
Fréttir Innlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira