Erlent

Þriðjungur ólöglegur

Hópur tónlistarútgefenda hefur gefið út skýrslu þar sem því er haldið fram að einn af hverjum þremur tónlistargeisladiskum sem seldust í heiminum á síðasta ári hafi verið útgefinn í trássi við lög um höfundarrétt. Í þessari sömu skýrslu kemur fram að tónlistariðnaðurinn hafi orðið af 4,6 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári, um 300 milljörðum íslenskra króna, og í 31 landi sé markaður fyrir ólöglegar útgáfur stærri en markaðurinn fyrir þær löglegu. Stærsti markaðurinn fyrir sjóræningjadiska er í Kína en þar er talið að um 85 prósent af seldum geisladiskum séu ólöglegir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×