Erlent

Norður-Kóreumenn vilja funda

Norður-kóresk stjórnvöld segjast vilja funda með bandarískum stjórnvöldum í næsta mánuði og ræða um kjarnorkuafvopnun. Háttsettur embættismaður í Washington segir að bandarísk stjórnvöld taki þessar yfirlýsingar ekki alvarlega og líti á þær sem enn eitt mælskubragðið af hálfu Norður-Kóreumanna. Samningaviðræður hafa legið niðri í eitt en Kim Jong-iI, leiðtogi Norður-Kóreumanna, segist reiðubúinn að funda á ný ef honum verði sýnd tilhlýðileg virðing. Bandaríkjamenn segja Norður-Kóreumenn verða að sýna að þeir séu reiðubúnir að taka þátt í uppbyggilegum viðræðum, en það hafi þeir ekki gert hingað til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×