Erlent

Fleiri sendiráð rýmd í Nígeríu

Mikill viðbúnaður er í borginni Lagos í Nígeríu eftir að óljósar fregnir bárust af því að íslömsk hryðjuverkasamtök myndu láta til skarar skríða gegn erlendum erindrekum. Bandaríkin, Bretland, Ítalía og Indland hafa látið rýma sendiráð sín og skrifstofubyggingar. Sprengjuleitarsveit lögreglu fínkembir sendiráðshverfið og hefur lokað því fyrir allri umferð. Þá hafa ráðstafanir einnig verið gerðar í sendiráðsbyggingum í Abuja, höfuðborg Nígeríu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×