Miklar deilur á leiðtogafundi ESB 17. júní 2005 00:01 Það logar stafna á milli á leiðtogafundi Evrópusambandins sem hófst í Brussel í gær. Samþykkt stjórnarskrársáttmála sambandsins hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma og nú er hart tekist á um fjárframlög þjóðanna í sameiginlega sjóði. Stefnt hafði verið að því að allar 25 aðildarþjóðirnar myndu samþykkja stjórnarskrársáttmálann fyrir nóvember á næsta ári, sáttmálann sem leiðtogar þjóðanna hafa allir undirritað. Almenningur í Frakklandi og Hollandi setti þó strik í reikninginn og kolfelldi hann í þjóðaratkvæðagreiðslu og ljóst varð að staðfestingarferlið rynni ekki jafn ljúflega í gegn og leiðtogarnir höfðu vonað. Niðurstaða gærdagsins um að fresta yrði staðfestingarferlinu varð til þess að hver forsætisráðherrann á fætur öðrum hefur komið fram og tilkynnt að það sama gilti um fyrirhugaðar þjóðaratkvæðagreiðslur. Danmörk, Írland, Portúgal og Lúxembúrg er í þeim hópi. Hvort eða hvenær staðfestingarferli stjórnarskrár Evrópusambandsins hefst að nýju er því á huldu. Í dag leggjast leiðtogarnir yfir fjárframlög þjóðanna til sambandsins fyrir árin 2007 til 2013 og mætast þar stálin stinn. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretalands, kom því til leiðar fyrir 21 ári að Bretar nytu afsláttar af greiðslum í sjóði sambandsins. Tony Blair, núverandi forsætisráðherra, ætlar ekki að gefa hann eftir þrátt fyrir mikinn þrýsting, nema dregið verði úr landbúnaðarstyrkjum til Frakka. Það segir Jacques Chirac Frakklandsforseti hins vegar ekki koma til greina svo fátt bendir til að samkomulag um sameiginleg fjármál náist á fundi leiðtoganna í dag. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Það logar stafna á milli á leiðtogafundi Evrópusambandins sem hófst í Brussel í gær. Samþykkt stjórnarskrársáttmála sambandsins hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma og nú er hart tekist á um fjárframlög þjóðanna í sameiginlega sjóði. Stefnt hafði verið að því að allar 25 aðildarþjóðirnar myndu samþykkja stjórnarskrársáttmálann fyrir nóvember á næsta ári, sáttmálann sem leiðtogar þjóðanna hafa allir undirritað. Almenningur í Frakklandi og Hollandi setti þó strik í reikninginn og kolfelldi hann í þjóðaratkvæðagreiðslu og ljóst varð að staðfestingarferlið rynni ekki jafn ljúflega í gegn og leiðtogarnir höfðu vonað. Niðurstaða gærdagsins um að fresta yrði staðfestingarferlinu varð til þess að hver forsætisráðherrann á fætur öðrum hefur komið fram og tilkynnt að það sama gilti um fyrirhugaðar þjóðaratkvæðagreiðslur. Danmörk, Írland, Portúgal og Lúxembúrg er í þeim hópi. Hvort eða hvenær staðfestingarferli stjórnarskrár Evrópusambandsins hefst að nýju er því á huldu. Í dag leggjast leiðtogarnir yfir fjárframlög þjóðanna til sambandsins fyrir árin 2007 til 2013 og mætast þar stálin stinn. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretalands, kom því til leiðar fyrir 21 ári að Bretar nytu afsláttar af greiðslum í sjóði sambandsins. Tony Blair, núverandi forsætisráðherra, ætlar ekki að gefa hann eftir þrátt fyrir mikinn þrýsting, nema dregið verði úr landbúnaðarstyrkjum til Frakka. Það segir Jacques Chirac Frakklandsforseti hins vegar ekki koma til greina svo fátt bendir til að samkomulag um sameiginleg fjármál náist á fundi leiðtoganna í dag.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira