Sport

Mjög sanngjarn sigur

Fréttablaðið heyrði í fyrirliðum FH og Vals eftir toppslag liðanna á Hliðarenda í gær. Báðir voru á því að FH hafi átti sigurinn skilinn. „Fyrstu sextíu mínútur leiksins var aðeins eitt lið á vellinum,“ sagði sigurreifur fyrirliði FH, Heimir Guðjónsson eftir leikinn. „Við spiluðum virkilega flottan fótbolta og pressuðum út um allan völl. Vorum klaufar að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik gáfum við eftir og héldum ekki pressunni nógu vel en sem betur fer náðum við að halda þetta út og vinna góðan sigur sem var mjög sanngjarn að mínu mati.“ Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, átti ekki góðan dag í gær og hann var frekar brúnaþungur í leikslok. „Við vorum sofandi í byrjun leiks og það kostaði okkur eitt mark. Síðan komum við af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn og hefðum getað tekið annað stigið. FH er þannig lið að það refsar fyrir öll mistök og það má ekki gefa færi á sér gegn þeim. FH átti þennan sigur skilinn,“ sagði Sigurbjörn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×