Kvartbuxur það heitasta í sumar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2005 00:01 Egill nýtur þess að vera í kvartbuxum í sólinni. Fréttablaðið/Stefán Egill Gilzenegger Einarsson, einkaþjálfari og meðlimur í kallarnir.is, er afskaplega hrifinn af kvartbuxum í sumar og er búinn að kaupa sér ökklasokka til að fullkomna heildarlúkkið. „Það er sumar, sjáðu til, og ég er rosalega hrifinn af kvartbuxunum sem eru það heitasta í sumartískunni núna. Ég keypti einar kvartbuxur um daginn og þær eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það eru Levi´s gallakvartbuxur. Ég er rosalega hrifinn af þessari tísku og það er líka svo þægilegt að vera í svona buxum í sólinni. Þetta er líka alveg málið í sumar. Þægilegt og töff,“ segir Egill. Egill lætur ekki eitt par af kvartbuxum duga enda verður hann að eiga eitthvað til skiptanna. „Ég á Puma-sportkvartbuxur sem ég klæðist mikið í gymminu. En ég læt kvartbuxurnar eiga sig úti á lífinu.“ „Ég sé fleiri og fleiri stráka í kvartbuxum og held að þeir fíli þetta. Auðvitað finnst mörgum þetta stelpulegt en það verður að hafa það. Mér finnst þetta ljómandi," segir Egill en þeir hjá kallarnir.is tolla alltaf í tískunni því þar er tískulögga innanborðs. „Ég reyni að fylgjast með tískunni en síðan sér tískulöggan okkar, hann Snorri, til þess að við kallarnir.is séum flottir. Snorri er verslunarstjóri í Zöru og á að vita hvað hann syngur, strákurinn. Við erum misjafnlega gáfaðir í þessum málum en Snorri heldur okkur á mottunni og passar að við tökum ekki hræðilegar ákvarðanir þegar kemur að tísku.“ Egill fékk einmitt góð ráð frá tískulöggunni í sambandi við kvartbuxurnar. „Ég er alltaf í ökklasokkum við buxurnar sem er frekar hommalegt en það skapar flott heildar„lúkk“. Ég var í venjulegum sokkum um daginn og þá tók Snorri mig á teppið og húðskammaði mig. Hann bað mig að gjöra svo vel að kaupa ökklasokka. Ég vissi ekki einu sinni að svoleiðis sokkar væru til en núna er ég alltaf í þeim.“ Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Egill Gilzenegger Einarsson, einkaþjálfari og meðlimur í kallarnir.is, er afskaplega hrifinn af kvartbuxum í sumar og er búinn að kaupa sér ökklasokka til að fullkomna heildarlúkkið. „Það er sumar, sjáðu til, og ég er rosalega hrifinn af kvartbuxunum sem eru það heitasta í sumartískunni núna. Ég keypti einar kvartbuxur um daginn og þær eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það eru Levi´s gallakvartbuxur. Ég er rosalega hrifinn af þessari tísku og það er líka svo þægilegt að vera í svona buxum í sólinni. Þetta er líka alveg málið í sumar. Þægilegt og töff,“ segir Egill. Egill lætur ekki eitt par af kvartbuxum duga enda verður hann að eiga eitthvað til skiptanna. „Ég á Puma-sportkvartbuxur sem ég klæðist mikið í gymminu. En ég læt kvartbuxurnar eiga sig úti á lífinu.“ „Ég sé fleiri og fleiri stráka í kvartbuxum og held að þeir fíli þetta. Auðvitað finnst mörgum þetta stelpulegt en það verður að hafa það. Mér finnst þetta ljómandi," segir Egill en þeir hjá kallarnir.is tolla alltaf í tískunni því þar er tískulögga innanborðs. „Ég reyni að fylgjast með tískunni en síðan sér tískulöggan okkar, hann Snorri, til þess að við kallarnir.is séum flottir. Snorri er verslunarstjóri í Zöru og á að vita hvað hann syngur, strákurinn. Við erum misjafnlega gáfaðir í þessum málum en Snorri heldur okkur á mottunni og passar að við tökum ekki hræðilegar ákvarðanir þegar kemur að tísku.“ Egill fékk einmitt góð ráð frá tískulöggunni í sambandi við kvartbuxurnar. „Ég er alltaf í ökklasokkum við buxurnar sem er frekar hommalegt en það skapar flott heildar„lúkk“. Ég var í venjulegum sokkum um daginn og þá tók Snorri mig á teppið og húðskammaði mig. Hann bað mig að gjöra svo vel að kaupa ökklasokka. Ég vissi ekki einu sinni að svoleiðis sokkar væru til en núna er ég alltaf í þeim.“
Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira