Sport

Mál Óla Stefáns enn í hnút

Mál Óla Stefáns Flóventssonar og Grindavíkur er enn í algerum hnút. Eins og kunnugt er var Óli Stefán settur út úr liðinu af þjálfara liðsins eftir meint agabrot. Forráðamenn Grindavíkur reyndu að slíðra sverðin í gær og ræddu við Milan Stefán Jankovic þjálfara og Óla Stefán hvorn í sínu lagi. Óli Stefán mætti ekki á æfingu í gær eins og forráðamenn liðsins vonuðust eftir. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar vilja tvö lið í Landsbankadeildinni og eitt fyrstu deildar lið fá Óla Stefán í sínar raðir en hann er samningsbundinn Grindavík næstu þrjú árin. Óli Stefán sagði í samtali við íþróttadeild í morgun að Milan Stefán væri frábær þjálfari en að mannleg samskipti væri ekki hans sterkasta hlið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×