Sport

VISA- bikar kvenna í kvöld

16 liða úrslitum Visa-bikarkeppni kvenna lauk í kvöld með 5 leikjum þar sem Fjölnir, Keflavík, Breiðablik, Stjarnan og ÍA tryggðu sér farseðilinn í 8 liða úrslitin. Fjölnisstúlkur unnu ÍR 4-1, ÍA sigraði Hauka í framlengingu, 2-4, eftir að staðan var jöfn, 2-2 að loknum venjulegum leiktíma. Nýliða Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna völtuðu yfir Grindavík, 8-1 og Stjarnan vann 1-2 sigur á Fylki í Árbænum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×