Erlent

Öryggisverðir í Írak rannsakaðir

Sextán bandarískir einkaöryggisverðir sæta nú rannsókn fyrir að hafa skotið á bandaríska landgönguliða og óbreytta íraska borgara í Fallujah í síðasta mánuði. Bandaríkjaher segir öryggisverðina vera verktaka sem vinni fyrir bandarískt fyrirtæki sem þjónustar hergögn og vinnuvélar í Írak. Enginn særðist í skotárásinni en engu að síður er atvikið litið alvarlegum augum. Talið er að verktakarnir séu farnir frá Írak en engin formleg ákæra hefur enn verið gefin út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×