Helmingur nýrra hjóla ólöglegur 8. júní 2005 00:01 Nærri helmingur nýrra reiðhjóla hér á landi er ólöglegur þegar þau eru seld út úr búðum. Hvorki Umferðarstofa né lögregla segjast eiga að hafa eftirlit með því að reiðhjól séu fullbúin þegar þau eru seld. Í athugun sem Bindindisfélag ökumanna gerði nýverið á búnaði allra reiðhjóla í stærstu reiðhjólaverslunum landsins kom fram að ekki eitt einasta hjól var búið öllum þeim búnaði sem reglugerð um búnað reiðhjóla kveður á um. Sé litið fram hjá lásum og bjöllum sem hefð hefur skapast fyrir að kaupandinn kaupi sérstaklega er samt nærri helmingur allra nýrra hjóla seldur á götuna án tilskilins útbúnaðar. Algengast er að keðjuhlífar og glitmerki vanti en einnig er algengt að hemla vanti að framan sem getur skapað mikla hættu, að sögn Einars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Brautar. Hann segir það minnka hemlunargetuna um 60-70%. Einar segir ástandið nokkuð misjafnt á milli verslana en í flestum tilfellum vanti á það að seljendur hjólanna upplýsi viðskiptavininn um það hvað þurfi að kaupa á hjólið svo að það sé löglegt þegar það er tekið til notkunar. Þá segist hann telja að innflytjendur reiðhjóla séu á hálum ís ef svo færi að rekja mætti slys til ófullnægjandi búnaðar á reiðhjóli. Ekki sé ólíklegt að þeir yrðu gerðir ábyrgir. Og allir vísa frá sér ábyrgðinni á eftirliti með reiðhjólaverslunum. Einar segir að haft hafi verið samband við Umferðarstofu, Löggildingarstofu og lögreglu en þau hafi öll firrað sig ábyrgð á eftirlitinu. Samkvæmt reglugerð um reiðhjól er bannað að hjóla á þeim í myrkri án þess að hafa lukt eða ljósker bæði að framan og aftan. Slíkur búnaður fylgir aldrei nýjum hjólum hér á landi og verður því alltaf að kaupa hann sérstaklega. Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Nærri helmingur nýrra reiðhjóla hér á landi er ólöglegur þegar þau eru seld út úr búðum. Hvorki Umferðarstofa né lögregla segjast eiga að hafa eftirlit með því að reiðhjól séu fullbúin þegar þau eru seld. Í athugun sem Bindindisfélag ökumanna gerði nýverið á búnaði allra reiðhjóla í stærstu reiðhjólaverslunum landsins kom fram að ekki eitt einasta hjól var búið öllum þeim búnaði sem reglugerð um búnað reiðhjóla kveður á um. Sé litið fram hjá lásum og bjöllum sem hefð hefur skapast fyrir að kaupandinn kaupi sérstaklega er samt nærri helmingur allra nýrra hjóla seldur á götuna án tilskilins útbúnaðar. Algengast er að keðjuhlífar og glitmerki vanti en einnig er algengt að hemla vanti að framan sem getur skapað mikla hættu, að sögn Einars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Brautar. Hann segir það minnka hemlunargetuna um 60-70%. Einar segir ástandið nokkuð misjafnt á milli verslana en í flestum tilfellum vanti á það að seljendur hjólanna upplýsi viðskiptavininn um það hvað þurfi að kaupa á hjólið svo að það sé löglegt þegar það er tekið til notkunar. Þá segist hann telja að innflytjendur reiðhjóla séu á hálum ís ef svo færi að rekja mætti slys til ófullnægjandi búnaðar á reiðhjóli. Ekki sé ólíklegt að þeir yrðu gerðir ábyrgir. Og allir vísa frá sér ábyrgðinni á eftirliti með reiðhjólaverslunum. Einar segir að haft hafi verið samband við Umferðarstofu, Löggildingarstofu og lögreglu en þau hafi öll firrað sig ábyrgð á eftirlitinu. Samkvæmt reglugerð um reiðhjól er bannað að hjóla á þeim í myrkri án þess að hafa lukt eða ljósker bæði að framan og aftan. Slíkur búnaður fylgir aldrei nýjum hjólum hér á landi og verður því alltaf að kaupa hann sérstaklega.
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira