Erlent

Merkel kanslaraefni

Kristilegu flokkarnir í Þýskalandi lýstu því formlega yfir í gær að Angela Merkel yrði kanslaraefni þeirra í kosningunum sem haldnar verða í haust. Sigri flokkarnir í kosningunum verður Merkel fyrsti kvenkanslari Þýskalands. Það kom í hlut Edmunds Stoiber að lesa tilkynninguna upp en hann atti kappi við Gerhard Scröder kanslara í kosningunum 2002. Merkel hélt stutta ræðu við þetta tækifæri þar sem hún lofaði að uppræta atvinnuleysið í landinu næði hún kjöri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×