Dísilolían lækkar um 5 krónur 7. maí 2005 00:01 Geir Haarde fjármálaráðherra lagði í gær fram frumvarp til laga um lækkun olíugjalds á dísilolíu, en að óbreyttu heimsmarkaðsverði hefði dísilolía orðið dýrari en bensín frá 1. júlí næstkomandi. "Hugmyndin með kerfisbreytingum á olíugjaldi var meðal annars að hvetja til notkunar dísilolíu því hún er að jafnaði ódýrari fyrir þjóðarbúið. Eldsneytisnotkun díslibifreiða er minni en bensínbifreiða og auk þess veldur dísilolían minni mengun," segir Geir Haarde. Hann segir að ef dísilolían eigi að verða ódýrari en bensínið efir 1.júlí verði að bregðast við háu heimsmarkaðsverði olíunnar nú. "Ríkisstjórnin samþykkti í þessu ljósi tillögu mína um að lækka olíugjald á útsöluverð um fimm krónur lítrann. Þetta er bráðabirgðaákvæði og í haust verðum við að fara nánar yfir málið þegar komin er nokkurra mánaða reynsla á þetta. Stilla þarf olíugjaldið af með varanlegri hætti gagnvart bensíngjaldinu, sem er reyndar tvískipt, og svo kílómetragjaldið sem lagt er á bíla tíu tonn og þyngri. Þannig ættu allir að borga eðlilega af sinni eldsneytisnotkun. Við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu.En það hefur lengi verið rætt um að koma á þessu olíugjaldskerfi og lög um það voru samþykkt í fyrra. Flestir töldu þetta vera til bóta, meðal annars Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Við viljum bregðast við þessum sérstöku aðstæðum með lækkun olíugjaldsins þótt það kosti ríkissjóð um 160 milljónir króna minni tekjur á þessu ári," segir Geir. Hann telur líkur á því að dísilolían lækki í verði gagnvart bensíni á næstu mánuðum og segir ástandið bæði óvenjulegt og óeðlilegt á heimsmarkaðnum. "Þetta verður bráðabirgðaákvæði við gildandi lög og er ætlað að gilda í sex mánuði. Þetta krefst lagabareytingar nú þegar langt er liðið á þinghaldið og ég vona að um þetta náist góð samstaða." Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fagnar áformum um verðlækkun dísilolíunnar, enda sé með samþykktinni leitast við að ná grundvallarmarkmiðum um að lækka olíureikning þjóðarinnar og draga úr koltvísýringsmengun bílaflotans. "Þetta er þjóðþrifamál og ég hvet alla þingmenn til þess að samþykkja þetta frumvarp," segir Runólfur Ólafsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Geir Haarde fjármálaráðherra lagði í gær fram frumvarp til laga um lækkun olíugjalds á dísilolíu, en að óbreyttu heimsmarkaðsverði hefði dísilolía orðið dýrari en bensín frá 1. júlí næstkomandi. "Hugmyndin með kerfisbreytingum á olíugjaldi var meðal annars að hvetja til notkunar dísilolíu því hún er að jafnaði ódýrari fyrir þjóðarbúið. Eldsneytisnotkun díslibifreiða er minni en bensínbifreiða og auk þess veldur dísilolían minni mengun," segir Geir Haarde. Hann segir að ef dísilolían eigi að verða ódýrari en bensínið efir 1.júlí verði að bregðast við háu heimsmarkaðsverði olíunnar nú. "Ríkisstjórnin samþykkti í þessu ljósi tillögu mína um að lækka olíugjald á útsöluverð um fimm krónur lítrann. Þetta er bráðabirgðaákvæði og í haust verðum við að fara nánar yfir málið þegar komin er nokkurra mánaða reynsla á þetta. Stilla þarf olíugjaldið af með varanlegri hætti gagnvart bensíngjaldinu, sem er reyndar tvískipt, og svo kílómetragjaldið sem lagt er á bíla tíu tonn og þyngri. Þannig ættu allir að borga eðlilega af sinni eldsneytisnotkun. Við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu.En það hefur lengi verið rætt um að koma á þessu olíugjaldskerfi og lög um það voru samþykkt í fyrra. Flestir töldu þetta vera til bóta, meðal annars Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Við viljum bregðast við þessum sérstöku aðstæðum með lækkun olíugjaldsins þótt það kosti ríkissjóð um 160 milljónir króna minni tekjur á þessu ári," segir Geir. Hann telur líkur á því að dísilolían lækki í verði gagnvart bensíni á næstu mánuðum og segir ástandið bæði óvenjulegt og óeðlilegt á heimsmarkaðnum. "Þetta verður bráðabirgðaákvæði við gildandi lög og er ætlað að gilda í sex mánuði. Þetta krefst lagabareytingar nú þegar langt er liðið á þinghaldið og ég vona að um þetta náist góð samstaða." Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fagnar áformum um verðlækkun dísilolíunnar, enda sé með samþykktinni leitast við að ná grundvallarmarkmiðum um að lækka olíureikning þjóðarinnar og draga úr koltvísýringsmengun bílaflotans. "Þetta er þjóðþrifamál og ég hvet alla þingmenn til þess að samþykkja þetta frumvarp," segir Runólfur Ólafsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira