Dísilolían lækkar um 5 krónur 7. maí 2005 00:01 Geir Haarde fjármálaráðherra lagði í gær fram frumvarp til laga um lækkun olíugjalds á dísilolíu, en að óbreyttu heimsmarkaðsverði hefði dísilolía orðið dýrari en bensín frá 1. júlí næstkomandi. "Hugmyndin með kerfisbreytingum á olíugjaldi var meðal annars að hvetja til notkunar dísilolíu því hún er að jafnaði ódýrari fyrir þjóðarbúið. Eldsneytisnotkun díslibifreiða er minni en bensínbifreiða og auk þess veldur dísilolían minni mengun," segir Geir Haarde. Hann segir að ef dísilolían eigi að verða ódýrari en bensínið efir 1.júlí verði að bregðast við háu heimsmarkaðsverði olíunnar nú. "Ríkisstjórnin samþykkti í þessu ljósi tillögu mína um að lækka olíugjald á útsöluverð um fimm krónur lítrann. Þetta er bráðabirgðaákvæði og í haust verðum við að fara nánar yfir málið þegar komin er nokkurra mánaða reynsla á þetta. Stilla þarf olíugjaldið af með varanlegri hætti gagnvart bensíngjaldinu, sem er reyndar tvískipt, og svo kílómetragjaldið sem lagt er á bíla tíu tonn og þyngri. Þannig ættu allir að borga eðlilega af sinni eldsneytisnotkun. Við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu.En það hefur lengi verið rætt um að koma á þessu olíugjaldskerfi og lög um það voru samþykkt í fyrra. Flestir töldu þetta vera til bóta, meðal annars Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Við viljum bregðast við þessum sérstöku aðstæðum með lækkun olíugjaldsins þótt það kosti ríkissjóð um 160 milljónir króna minni tekjur á þessu ári," segir Geir. Hann telur líkur á því að dísilolían lækki í verði gagnvart bensíni á næstu mánuðum og segir ástandið bæði óvenjulegt og óeðlilegt á heimsmarkaðnum. "Þetta verður bráðabirgðaákvæði við gildandi lög og er ætlað að gilda í sex mánuði. Þetta krefst lagabareytingar nú þegar langt er liðið á þinghaldið og ég vona að um þetta náist góð samstaða." Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fagnar áformum um verðlækkun dísilolíunnar, enda sé með samþykktinni leitast við að ná grundvallarmarkmiðum um að lækka olíureikning þjóðarinnar og draga úr koltvísýringsmengun bílaflotans. "Þetta er þjóðþrifamál og ég hvet alla þingmenn til þess að samþykkja þetta frumvarp," segir Runólfur Ólafsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Geir Haarde fjármálaráðherra lagði í gær fram frumvarp til laga um lækkun olíugjalds á dísilolíu, en að óbreyttu heimsmarkaðsverði hefði dísilolía orðið dýrari en bensín frá 1. júlí næstkomandi. "Hugmyndin með kerfisbreytingum á olíugjaldi var meðal annars að hvetja til notkunar dísilolíu því hún er að jafnaði ódýrari fyrir þjóðarbúið. Eldsneytisnotkun díslibifreiða er minni en bensínbifreiða og auk þess veldur dísilolían minni mengun," segir Geir Haarde. Hann segir að ef dísilolían eigi að verða ódýrari en bensínið efir 1.júlí verði að bregðast við háu heimsmarkaðsverði olíunnar nú. "Ríkisstjórnin samþykkti í þessu ljósi tillögu mína um að lækka olíugjald á útsöluverð um fimm krónur lítrann. Þetta er bráðabirgðaákvæði og í haust verðum við að fara nánar yfir málið þegar komin er nokkurra mánaða reynsla á þetta. Stilla þarf olíugjaldið af með varanlegri hætti gagnvart bensíngjaldinu, sem er reyndar tvískipt, og svo kílómetragjaldið sem lagt er á bíla tíu tonn og þyngri. Þannig ættu allir að borga eðlilega af sinni eldsneytisnotkun. Við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu.En það hefur lengi verið rætt um að koma á þessu olíugjaldskerfi og lög um það voru samþykkt í fyrra. Flestir töldu þetta vera til bóta, meðal annars Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Við viljum bregðast við þessum sérstöku aðstæðum með lækkun olíugjaldsins þótt það kosti ríkissjóð um 160 milljónir króna minni tekjur á þessu ári," segir Geir. Hann telur líkur á því að dísilolían lækki í verði gagnvart bensíni á næstu mánuðum og segir ástandið bæði óvenjulegt og óeðlilegt á heimsmarkaðnum. "Þetta verður bráðabirgðaákvæði við gildandi lög og er ætlað að gilda í sex mánuði. Þetta krefst lagabareytingar nú þegar langt er liðið á þinghaldið og ég vona að um þetta náist góð samstaða." Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fagnar áformum um verðlækkun dísilolíunnar, enda sé með samþykktinni leitast við að ná grundvallarmarkmiðum um að lækka olíureikning þjóðarinnar og draga úr koltvísýringsmengun bílaflotans. "Þetta er þjóðþrifamál og ég hvet alla þingmenn til þess að samþykkja þetta frumvarp," segir Runólfur Ólafsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira