Thatcher umbylti bresku samfélagi 3. maí 2005 00:01 Sá stjórnmálamaður sem á hvað mestan þátt í því hvernig breskt samfélag lítur út núna er ekki einu sinni í framboði. Hann heitir Margaret Thatcher. Bretland samtímans er nútímalegt markaðssamfélag án hafta og afturhaldssemi. En 1974 var því öðruvísi farið: Edward Heath, þáverandi leiðtogi íhaldsmanna, var andsnúinn kapítalisma og meðal pólitískra fyrirmynda hans voru Josef Tito, Fidel Castro og Mao Zedong. Fimm árum síðar var járnfrúin Margaret Thatcher komin á kreik, leiddi Íhaldsflokkinn til sigurs í kosningum og leiddi byltingu á bresku samfélagi. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir Thatcher í rauninni bæði hafa breytt Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Sá fyrrnefndi hafi verið yfirstéttarflokkur og mjög gamaldags, eins og reyndar Bretland allt, sem stóð í vegi fyrir tækniframförum og alls kyns umbótum. Ólafur segir Thatcher ekki hafa passað mjög vel inn í hóp gömlu yfirstéttarkallanna og lagt megináherslu á markaðinn, nútímalegt samfélag og samkeppni. En nú láta forystumenn Íhaldsflokksins sem Thatcher sé ekki til á meðan Blair, Brown og félagar ræða um efnahagsstefnu hennar eins og hálfgert nýja testamenti. Af hverju? Ólafur segir Verkamannaflokkinn hafa færst nær miðjunni og í rauninni ekki vera neitt fjarri því sem Thatcher var að gera. Báðir flokkarnir hafa því færst til hægri og því er Íhaldsflokkurinn í augum margra jafnógirnilegur kostur og Verkamannaflokkurinn var á níunda áratugnum. Nú er járnfrúin mörgum kjósendum gleymd og í fyrsta sinn í hálfa öld tekur hún ekki þátt í kosningabaráttunni, enda bæði fullorðin og sögð ósátt við flokkinn. Ólafur segir að arfleifð hennar verði sú að hún hafi verið leiðtoginn sem breytti Bretlandi frá gamla tímanum til nýja tímans. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Sá stjórnmálamaður sem á hvað mestan þátt í því hvernig breskt samfélag lítur út núna er ekki einu sinni í framboði. Hann heitir Margaret Thatcher. Bretland samtímans er nútímalegt markaðssamfélag án hafta og afturhaldssemi. En 1974 var því öðruvísi farið: Edward Heath, þáverandi leiðtogi íhaldsmanna, var andsnúinn kapítalisma og meðal pólitískra fyrirmynda hans voru Josef Tito, Fidel Castro og Mao Zedong. Fimm árum síðar var járnfrúin Margaret Thatcher komin á kreik, leiddi Íhaldsflokkinn til sigurs í kosningum og leiddi byltingu á bresku samfélagi. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir Thatcher í rauninni bæði hafa breytt Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Sá fyrrnefndi hafi verið yfirstéttarflokkur og mjög gamaldags, eins og reyndar Bretland allt, sem stóð í vegi fyrir tækniframförum og alls kyns umbótum. Ólafur segir Thatcher ekki hafa passað mjög vel inn í hóp gömlu yfirstéttarkallanna og lagt megináherslu á markaðinn, nútímalegt samfélag og samkeppni. En nú láta forystumenn Íhaldsflokksins sem Thatcher sé ekki til á meðan Blair, Brown og félagar ræða um efnahagsstefnu hennar eins og hálfgert nýja testamenti. Af hverju? Ólafur segir Verkamannaflokkinn hafa færst nær miðjunni og í rauninni ekki vera neitt fjarri því sem Thatcher var að gera. Báðir flokkarnir hafa því færst til hægri og því er Íhaldsflokkurinn í augum margra jafnógirnilegur kostur og Verkamannaflokkurinn var á níunda áratugnum. Nú er járnfrúin mörgum kjósendum gleymd og í fyrsta sinn í hálfa öld tekur hún ekki þátt í kosningabaráttunni, enda bæði fullorðin og sögð ósátt við flokkinn. Ólafur segir að arfleifð hennar verði sú að hún hafi verið leiðtoginn sem breytti Bretlandi frá gamla tímanum til nýja tímans.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira