Erlent

Dönsk stúlka bitin til bana

Átta ára dönsk stúlka var bitin til bana af smalahundi í þorpinu Lihme á Jótlandi í gær. Stúlkan var að leik fyrir utan heimili vinkonu sinnar þegar heimilishundurinn, af Briard-tegund, varð á vegi þeirra. Hann var bundinn í ól fyrir utan húsið og skipti engum togum að hann réðst á stúlkuna með fyrrgreindum afleiðingum. Hundurinn var þegar aflífaður. Þorpsbúar eru miður sín yfir atburðinum og var víða flaggað í hálfa stöng í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×