Orkustofnun í dekri hjá ríkinu 2. maí 2005 00:01 Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra til vatnalaga vera gallagrip og telur það bera vott um að Orkustofnun sé í dekri hjá ríkisstjórninni. "Ég hef sjaldan lesið harkalegri umsögn frá opinberri stofnun um stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar en umsögn Umhverfisstofnunar um frumvarp Valgerðar til vatnalaga," segir Sigurjón. "Ég tel það mjög alvarlegt að ríkisstjórnin hefur að engu gagnrýni Umhverfisstofnunar og ætlar að keyra þetta í gegn án þess að svara henni með einhverjum rökum. Þó liggur ekkert á með þessi lög. Er nema von að umhverfissamtök haldi því fram að umhverfisráðuneytið dansi í takt við fyrirmæli úr iðnaðarráðuneytinu," bætir hann við. Umhverfisstofnunin telur frumvarpið stangast á við alþjóðlegar viðmiðanir og skuldbindingar Íslands og leiði til réttaróvissu almannaréttar og vatnsnýtingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heyrast innan Umhverfistofnunar óánægjuraddir vegna þess hve málaflokkar Orkustofnunar vegi þungt miðað við málefni Umhverfisstofnunar. Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, vildi þó ekki meina að þessi vinnubrögð stjórnvalda vægju að hlutverki stofnunarinnar en hafði þó ýmislegt út á þau að setja. "Mér þykir það miður ef Alþingi ætlar að vinna þetta með þessum hætti. En það hefur jú fullan rétt til þess að taka ekki tillit til ábendinga okkar. Ég veit að Orkustofnun hefur svarað umsögn okkar til iðnaðarnefndar en okkur hafa ekki borist þau svör formlega og því getum við ekki veitt nein andsvör, en það hefði mér þótt eðlilegast." Spurður hvort hann teldi að Orkustofnun væri í dekri hjá ríkisstjórninni á kostnað Umhverfisstofnunar sagðist hann ekki telja að svo væri. Hinsvegar taldi hann löngu tímabært að umhverfismál öðluðust meira vægi í þjóðfélaginu. Ekki náðist í Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra til vatnalaga vera gallagrip og telur það bera vott um að Orkustofnun sé í dekri hjá ríkisstjórninni. "Ég hef sjaldan lesið harkalegri umsögn frá opinberri stofnun um stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar en umsögn Umhverfisstofnunar um frumvarp Valgerðar til vatnalaga," segir Sigurjón. "Ég tel það mjög alvarlegt að ríkisstjórnin hefur að engu gagnrýni Umhverfisstofnunar og ætlar að keyra þetta í gegn án þess að svara henni með einhverjum rökum. Þó liggur ekkert á með þessi lög. Er nema von að umhverfissamtök haldi því fram að umhverfisráðuneytið dansi í takt við fyrirmæli úr iðnaðarráðuneytinu," bætir hann við. Umhverfisstofnunin telur frumvarpið stangast á við alþjóðlegar viðmiðanir og skuldbindingar Íslands og leiði til réttaróvissu almannaréttar og vatnsnýtingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heyrast innan Umhverfistofnunar óánægjuraddir vegna þess hve málaflokkar Orkustofnunar vegi þungt miðað við málefni Umhverfisstofnunar. Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, vildi þó ekki meina að þessi vinnubrögð stjórnvalda vægju að hlutverki stofnunarinnar en hafði þó ýmislegt út á þau að setja. "Mér þykir það miður ef Alþingi ætlar að vinna þetta með þessum hætti. En það hefur jú fullan rétt til þess að taka ekki tillit til ábendinga okkar. Ég veit að Orkustofnun hefur svarað umsögn okkar til iðnaðarnefndar en okkur hafa ekki borist þau svör formlega og því getum við ekki veitt nein andsvör, en það hefði mér þótt eðlilegast." Spurður hvort hann teldi að Orkustofnun væri í dekri hjá ríkisstjórninni á kostnað Umhverfisstofnunar sagðist hann ekki telja að svo væri. Hinsvegar taldi hann löngu tímabært að umhverfismál öðluðust meira vægi í þjóðfélaginu. Ekki náðist í Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira