Erlent

Vopnabúr springur í loft upp

Að minnsta kosti 28 biðu bana og 13 særðust þegar vopnabúr sem geymt var í kjallara á heimili afgansks stríðsherra sprakk í loft upp. Atburðurinn átti sér stað í þorpinu Bashgah, 125 kílómetra norður af Kabúl. Sprengingin var svo öflug að hús í nágrenninu stórskemmdust, þar á meðal moska þorpsins. Allstór hluti landsins er undir stjórn svonefndra stríðsherra og einkaherja þeirra. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa undanfarin misseri reynt að fá þá til að skila vopnum sínum sem mörg hver eru komin til ára sinna en það hefur gengið erfiðlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×