Erlent

Koizumi órólegur vegna Kína

Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að róa Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, en hann hefur varað eindregið við að vopnasölubanni sambandsins til Kína verði aflétt. Jean Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, sagði að sambandið myndi alltaf taka hagsmuni Japana með í reikninginn þegar lokaákvörðun um málið verður tekin í júní, en Lúxemborgarar fara með formennsku í ráðherraráði ESB. Þjóðverjar og Frakkar hafa áhuga á að aflétta banninu en stefna Kína gegn nágrönnum sínum veldur ugg víða um heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×