Snaggaralegur í borgarumferðinni 15. apríl 2005 00:01 Nýr Mercedes-Benz A-Class hefur stækkað talsvert frá fyrirrennaranum. Því er hér á ferðinni afar rúmgóður bíll að innan þótt hann sé nettur á velli. Pláss fyrir ökumann og framsætisfarþega er yfirdrifið og aftur í er líka nóg pláss fyrir fætur fullorðinna þótt framsætin séu í góðri stöðu fyrir þá sem þau verma. Reynsluekið var fimm dyra beinskiptum A150-bíl sem er með 95 hestafla 1.500 vél og reyndist hann einstaklega lipur og skemmtilegur. Hann liggur vel á vegi og í raun er alls engin smábílatilfinning yfir því að aka honum, fyrir utan auðvitað þægindin sem felast í að vera á nettum bíl í innanbæjarakstri. Aflið í bílnum var einnig ágætt. Einn kostur bílsins er hversu hátt er setið í honum. Útsýni verður því gott og stórir gluggar gera það að verkum að birtan er góð í bílnum, jafnvel þótt hann sé ekki með gler í toppnum. Ýmsir hlutir eru til þæginda í bílnum, svo sem stillingar fyrir útvarp í stýri og ágæt geymsluhólf. Eins og gefur að skilja er farangursrýmið ekki mjög stórt í bílnum. Ef aðeins tveir eru á ferð má hins vegar leggja niður aftursætin, sem jafnast þá við gólfhæð, og fá prýðilegt farangursrými. Bíllinn getur því verið ágætur ferðabíll fyrir tvo. Afturhlerinn opnast líka vel, þannig að gott er að ganga um farangursrýmið. Til að auka enn frekar flutningsgetuna má svo leggja fram farþegasætið við hlið bílstjórasætisins. Öryggisbúnaður bílsins er einnig góður. Hann er búinn ESP-stöðugleikastýringu, svo einhvers sé getið, og athygli vekur að við högg framan á bílinn dettur vélin niður í rými undir gólfi bílsins í stað þess að þrýstast inn í bílinn. Þegar nýja A-Class bílnum er ekið finnur maður fyrir því að vera að aka hágæðabíl. Og verðið er auðvitað í hærri kantinum miðað við stærð bílsins en þó alls ekki í skýjunum. Bílar Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Nýr Mercedes-Benz A-Class hefur stækkað talsvert frá fyrirrennaranum. Því er hér á ferðinni afar rúmgóður bíll að innan þótt hann sé nettur á velli. Pláss fyrir ökumann og framsætisfarþega er yfirdrifið og aftur í er líka nóg pláss fyrir fætur fullorðinna þótt framsætin séu í góðri stöðu fyrir þá sem þau verma. Reynsluekið var fimm dyra beinskiptum A150-bíl sem er með 95 hestafla 1.500 vél og reyndist hann einstaklega lipur og skemmtilegur. Hann liggur vel á vegi og í raun er alls engin smábílatilfinning yfir því að aka honum, fyrir utan auðvitað þægindin sem felast í að vera á nettum bíl í innanbæjarakstri. Aflið í bílnum var einnig ágætt. Einn kostur bílsins er hversu hátt er setið í honum. Útsýni verður því gott og stórir gluggar gera það að verkum að birtan er góð í bílnum, jafnvel þótt hann sé ekki með gler í toppnum. Ýmsir hlutir eru til þæginda í bílnum, svo sem stillingar fyrir útvarp í stýri og ágæt geymsluhólf. Eins og gefur að skilja er farangursrýmið ekki mjög stórt í bílnum. Ef aðeins tveir eru á ferð má hins vegar leggja niður aftursætin, sem jafnast þá við gólfhæð, og fá prýðilegt farangursrými. Bíllinn getur því verið ágætur ferðabíll fyrir tvo. Afturhlerinn opnast líka vel, þannig að gott er að ganga um farangursrýmið. Til að auka enn frekar flutningsgetuna má svo leggja fram farþegasætið við hlið bílstjórasætisins. Öryggisbúnaður bílsins er einnig góður. Hann er búinn ESP-stöðugleikastýringu, svo einhvers sé getið, og athygli vekur að við högg framan á bílinn dettur vélin niður í rými undir gólfi bílsins í stað þess að þrýstast inn í bílinn. Þegar nýja A-Class bílnum er ekið finnur maður fyrir því að vera að aka hágæðabíl. Og verðið er auðvitað í hærri kantinum miðað við stærð bílsins en þó alls ekki í skýjunum.
Bílar Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira