Forca Italia 7. apríl 2005 00:01 Tvær af fínustu verslunargötum Parísar eru Avenue Montaigne og rue Faubourg Saint Honoré, þótt auðvitað séu fleiri fín hverfi í borginni. Avenue Montaigne liggur út frá Champs Elysée breiðgötunni, þeirri fallegustu í heimi að sögn Frakka, en Faubourg St. Honoré er eins og framlenging af St Honoré götu þar sem hina frægu verslun Chez Colette er að finna. Fyrir nokkrum árum sáust fyrstu ítölsku tískuhúsin á þessu svæði og nú er svo komið að ítalskar búðir eru út um allt. Dolce og Gabbana hófu ítölsku innrásina við endann á Rivoligötu, rétt við Concordetorg með D og G búð þar sem seld var önnur lína tískuhússins sem ekki er eins dýr. Eins og svo mörg tískuhús býður Dolce og Gabbana upp á tvær línur á mismunandi verði. Sama gerir Prada sem býður upp á aðallínu og svo sportlínu sem er ódýrari og er til dæmis að finna hjá Sævari Karli í Bankastræti. Í kjölfarið kom svo aðallínan á Avenue Montaigne og bráðlega opnar ný Dolce og Gabbana búð á Faubourg St. Honoré, beint á móti nýlegri Pradabúð. Á horninu er risastór Guccibúð. Prada hefur reyndar líka verið að opna fjölda standa eða "búða í búð" (shop in shop) sem er það nýjasta í lúxusgeiranum, flottar verslunarmiðstöðvar þar sem hvert merki hefur sér verslun en ekki bara smá horn á opnu svæði. Prada hefur reyndar viljað opna stóra verslun eingöngu með sportlínunni en bágt efnahagsástand í Evrópu hefur líklega komið í veg fyrir það. Rétt neðan við Prada á Faubourg St. Honoré götu er sömuleiðis nýleg verslun, Bottega Veneta. Þetta merki, sem hefur hingað til nær eingöngu boðið upp á vandaðar handgerðar leðurtöskur og skó og peysur úr kasmírull, hefur nú komið sér fyrir hér í borg á nokkrum stöðum og á tískuvikunni í Mílanó í febrúar kynnti Tomas Maier, hönnuður Bottega Veneta, fyrstu heilu tískulínu sína. Enn einn hönnuður, Helmut Lang, er kominn nánast við hlið Chez Colette. Það tískuhús er í eigu Prada Group en Prada hefur á nokkrum árum keypt nokkur tískuhús, svo sem Jil Sander og skófyrirtækið Church. Það eru því ekki bara franskir kastalar sem komast í hendur Japana heldur líka bestu verslunarstæði tískuborgarinnar í hendur Ítala. Hvort sem samhengi er á milli eða ekki þykja Frakkar of lengi að hugsa en Ítalir stökkva frekar á tækifærin. Reyndar hafa tískufrömuðir fyrir löngu krafist þess að Mílanó taki titilinn af Parísarborg sem háborg tískunnar. Franskir tískukóngar vilja auðvitað ekki heyra á það minnst. Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Tvær af fínustu verslunargötum Parísar eru Avenue Montaigne og rue Faubourg Saint Honoré, þótt auðvitað séu fleiri fín hverfi í borginni. Avenue Montaigne liggur út frá Champs Elysée breiðgötunni, þeirri fallegustu í heimi að sögn Frakka, en Faubourg St. Honoré er eins og framlenging af St Honoré götu þar sem hina frægu verslun Chez Colette er að finna. Fyrir nokkrum árum sáust fyrstu ítölsku tískuhúsin á þessu svæði og nú er svo komið að ítalskar búðir eru út um allt. Dolce og Gabbana hófu ítölsku innrásina við endann á Rivoligötu, rétt við Concordetorg með D og G búð þar sem seld var önnur lína tískuhússins sem ekki er eins dýr. Eins og svo mörg tískuhús býður Dolce og Gabbana upp á tvær línur á mismunandi verði. Sama gerir Prada sem býður upp á aðallínu og svo sportlínu sem er ódýrari og er til dæmis að finna hjá Sævari Karli í Bankastræti. Í kjölfarið kom svo aðallínan á Avenue Montaigne og bráðlega opnar ný Dolce og Gabbana búð á Faubourg St. Honoré, beint á móti nýlegri Pradabúð. Á horninu er risastór Guccibúð. Prada hefur reyndar líka verið að opna fjölda standa eða "búða í búð" (shop in shop) sem er það nýjasta í lúxusgeiranum, flottar verslunarmiðstöðvar þar sem hvert merki hefur sér verslun en ekki bara smá horn á opnu svæði. Prada hefur reyndar viljað opna stóra verslun eingöngu með sportlínunni en bágt efnahagsástand í Evrópu hefur líklega komið í veg fyrir það. Rétt neðan við Prada á Faubourg St. Honoré götu er sömuleiðis nýleg verslun, Bottega Veneta. Þetta merki, sem hefur hingað til nær eingöngu boðið upp á vandaðar handgerðar leðurtöskur og skó og peysur úr kasmírull, hefur nú komið sér fyrir hér í borg á nokkrum stöðum og á tískuvikunni í Mílanó í febrúar kynnti Tomas Maier, hönnuður Bottega Veneta, fyrstu heilu tískulínu sína. Enn einn hönnuður, Helmut Lang, er kominn nánast við hlið Chez Colette. Það tískuhús er í eigu Prada Group en Prada hefur á nokkrum árum keypt nokkur tískuhús, svo sem Jil Sander og skófyrirtækið Church. Það eru því ekki bara franskir kastalar sem komast í hendur Japana heldur líka bestu verslunarstæði tískuborgarinnar í hendur Ítala. Hvort sem samhengi er á milli eða ekki þykja Frakkar of lengi að hugsa en Ítalir stökkva frekar á tækifærin. Reyndar hafa tískufrömuðir fyrir löngu krafist þess að Mílanó taki titilinn af Parísarborg sem háborg tískunnar. Franskir tískukóngar vilja auðvitað ekki heyra á það minnst.
Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira