Sport

Skaginn sigraði Raslätts SK

Skagamenn unnu góðan sigur á sænska 3. deildarliðinu Raslätts SK í dag þegar liðin mættust í æfingaleik á Spáni. Leiknum lyktaði með 6:2 sigri ÍA og var Andri Júlíusson heldur betur á skotskónum því hann gerði fjögur mörk í leiknum. Það voru síðan þeir Þorsteinn Gíslason og Andrés Vilhjálmsson sem gerðu hin tvö mörk Skagamanna. Ólafur Þórðarson gerði töluverðar breytingar á byrjunarliði sínu frá því í leiknum gegn Grindvíkingum í gærdag og virtist það alls ekki koma að sök því ungu strákarnir stóðu vel fyrir sínu. Byrjunarlið ÍA: Guðmundur Hreiðarsson, Unnar Valgeirsson, Kristinn Darri Röðulsson, Heimir Einarsson, Guðjón H. Sveinsson, Örlaugur Magnússon, Jón Vilhelm Ákason, Arnar Már Guðjónsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Andrés Vilhjálmsson, Andri Júlíusson Skagamenn spila síðan við varalið RCD Espanyol á miðvikudag í Barcelona. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins, www.ia.is/kia



Fleiri fréttir

Sjá meira


×