Golf

Axel og Dag­bjartur leiða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Axel Bóasson þekkir það að vinna Íslandsmót.
Axel Bóasson þekkir það að vinna Íslandsmót. Golf.is

Kylfingarnir Axel Bóasson og Dagbjartur Sigurbrandsson leiða Íslandsmótið í golfi þegar fyrsta hring er lokið.

Íslandsmótið í golfi fer fram á Hvaleyrarvelli Keilis nú um helgina. Fyrsti hringur fór fram í dag og að honum loknum leiða þeir Axel og Dagbjartur, báðir úr GR. Báðir léku á 67 höggum í dag eða samtals fimm höggum undir pari.

Axel hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari og þar af einu sinni á Hvaleyrarvelli, árið 2017. Nú átta árum síðar gæti hann endurtekið leikinn.

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, og Tómas Eiríksson Hjaltested – sem vann Einvígið á Nesinu, úr GR, eru á fjórum höggum undir pari á meðan þrír kylfingar koma þar á eftir á þremur höggum undir pari.

Hér má sjá stöðuna að loknum fyrsta hring.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×