Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2025 12:00 Íslensku stelpurnar sýndu rosalegan karakter í leiknum í gær og það var því full ástæða til að fagna vel sögulegum sigri í leikslok. FIBA Basketball Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í körfubolta náði sögulegum árangri í gærkvöldi með því að vinna Holland í sextán liða úrslitum A-deildar Evrópukeppninnar. Stelpurnar voru þegar búnar að skrifa söguna með því að vera fyrsta íslenska kvennaliðið sem tekur þátt í A-deild. Með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum og þar með sæti meðal átta efstu þjóðanna þá hafa þær náð að jafna besta árangur íslensks landsliðs á Eurobasket frá upphafi, hvort sem það er hjá körlum, konum, unglingum eða fullorðnum. Íslenska liðið vann ekki leik í riðlinum og útlitið var ekki bjart í þessum leik á móti Hollandi. Ísland var tólf stigum undir, 62-50, fyrir lokaleikhlutann en stelpurnar unnu hann 27-12 og tryggðu sér magnaðan 77-74 sigur. Ása Lind Wolfram, leikmaður Aþenu, átti algjöran stórleik en hún var með 18 stig, 78 prósent skotnýtingu og 5 fráköst á 20 mínútum sem íslenska liðið vann með fjórtán stigum. Jana Falsdóttir (í námi í Bandaríkjunum) skoraði 16 stig, Rebekka Rut Steingrímsdóttir (KR) var með 11 stig, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Dzana Crnac, annar leikmaður Aþenu, skoraði 12 stig, og einn helsti leiðtogi liðsins Kolbrún María Ármannsdóttir var með 9 stig og 5 stolna bolta. Þá má ekki gleyma varnarleik og fráköstum Söru Líf Boama sem var með 11 fráköst, mest allra á vellinum og Ísland vann þær mínútur sem hún spilaði með tólf stigum. Íslenski hópurinn fagnar sigrinum í gær.FIBA Basketball Næst á dagskrá er leikur á móti Litháen í átta liða úrslitunum í kvöld. Íslensku stelpurnar eru þegar öruggar með metárangur. Besti árangur íslensks liðs er áttunda sætið sem tuttugu ára landslið karla náði í A-deild Evrópumótsins sumarið 2017. Íslenska liðið datt þá á endanum úr á móti Ísrael (vann silfur) í átta liða úrslitum og tapaði síðan báðum leikjum sínum um 5. til 8. sæti. Ísland átti þá ein af stjörnum mótsins því miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var valinn í úrvalslið keppninnar. Tryggvi var með hæsta framlag allra leikmanna (28,3), með flest varin skot í leik (3,3) og í þriðja sæti í fráköstum (12,2). Stigahæstu menn íslenska liðsins voru Tryggvi (16,1), Kristinn Pálsson (8,0), Þórir Þorbjarnarson (7,1) Halldór Garðar Hermannsson (6,9) og Kári Jónsson (6,2). Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna.FIBA Basketball Besti árangur íslenskra körfuboltalandsliða í A-deild Eurobasket: 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið kvenna 2025 8. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2017 9. sæti - Sextán ára landslið karla 1993 12. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2023 13. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2024 - A-landslið karla Eurobasket 2015: 24. sæti Eurobasket 2017: 24. sæti - Tuttugu ára landslið kvenna EM 2025: Verða í 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið karla EM 2017: 8. sæti EM 2023: 12. sæti EM 2024: 13. sæti EM 2025: 14. sæti EM 2018: 15. sæti - Átján ára landslið karla EM 2006: 15. sæti - Sextán ára landslið karla EM 1993: 9. sæti EM 2005: 14. sæti EM 2006: 16. sæti EM 1975: 16. sæti Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Stelpurnar voru þegar búnar að skrifa söguna með því að vera fyrsta íslenska kvennaliðið sem tekur þátt í A-deild. Með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum og þar með sæti meðal átta efstu þjóðanna þá hafa þær náð að jafna besta árangur íslensks landsliðs á Eurobasket frá upphafi, hvort sem það er hjá körlum, konum, unglingum eða fullorðnum. Íslenska liðið vann ekki leik í riðlinum og útlitið var ekki bjart í þessum leik á móti Hollandi. Ísland var tólf stigum undir, 62-50, fyrir lokaleikhlutann en stelpurnar unnu hann 27-12 og tryggðu sér magnaðan 77-74 sigur. Ása Lind Wolfram, leikmaður Aþenu, átti algjöran stórleik en hún var með 18 stig, 78 prósent skotnýtingu og 5 fráköst á 20 mínútum sem íslenska liðið vann með fjórtán stigum. Jana Falsdóttir (í námi í Bandaríkjunum) skoraði 16 stig, Rebekka Rut Steingrímsdóttir (KR) var með 11 stig, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Dzana Crnac, annar leikmaður Aþenu, skoraði 12 stig, og einn helsti leiðtogi liðsins Kolbrún María Ármannsdóttir var með 9 stig og 5 stolna bolta. Þá má ekki gleyma varnarleik og fráköstum Söru Líf Boama sem var með 11 fráköst, mest allra á vellinum og Ísland vann þær mínútur sem hún spilaði með tólf stigum. Íslenski hópurinn fagnar sigrinum í gær.FIBA Basketball Næst á dagskrá er leikur á móti Litháen í átta liða úrslitunum í kvöld. Íslensku stelpurnar eru þegar öruggar með metárangur. Besti árangur íslensks liðs er áttunda sætið sem tuttugu ára landslið karla náði í A-deild Evrópumótsins sumarið 2017. Íslenska liðið datt þá á endanum úr á móti Ísrael (vann silfur) í átta liða úrslitum og tapaði síðan báðum leikjum sínum um 5. til 8. sæti. Ísland átti þá ein af stjörnum mótsins því miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var valinn í úrvalslið keppninnar. Tryggvi var með hæsta framlag allra leikmanna (28,3), með flest varin skot í leik (3,3) og í þriðja sæti í fráköstum (12,2). Stigahæstu menn íslenska liðsins voru Tryggvi (16,1), Kristinn Pálsson (8,0), Þórir Þorbjarnarson (7,1) Halldór Garðar Hermannsson (6,9) og Kári Jónsson (6,2). Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna.FIBA Basketball Besti árangur íslenskra körfuboltalandsliða í A-deild Eurobasket: 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið kvenna 2025 8. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2017 9. sæti - Sextán ára landslið karla 1993 12. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2023 13. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2024 - A-landslið karla Eurobasket 2015: 24. sæti Eurobasket 2017: 24. sæti - Tuttugu ára landslið kvenna EM 2025: Verða í 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið karla EM 2017: 8. sæti EM 2023: 12. sæti EM 2024: 13. sæti EM 2025: 14. sæti EM 2018: 15. sæti - Átján ára landslið karla EM 2006: 15. sæti - Sextán ára landslið karla EM 1993: 9. sæti EM 2005: 14. sæti EM 2006: 16. sæti EM 1975: 16. sæti
Besti árangur íslenskra körfuboltalandsliða í A-deild Eurobasket: 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið kvenna 2025 8. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2017 9. sæti - Sextán ára landslið karla 1993 12. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2023 13. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2024 - A-landslið karla Eurobasket 2015: 24. sæti Eurobasket 2017: 24. sæti - Tuttugu ára landslið kvenna EM 2025: Verða í 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið karla EM 2017: 8. sæti EM 2023: 12. sæti EM 2024: 13. sæti EM 2025: 14. sæti EM 2018: 15. sæti - Átján ára landslið karla EM 2006: 15. sæti - Sextán ára landslið karla EM 1993: 9. sæti EM 2005: 14. sæti EM 2006: 16. sæti EM 1975: 16. sæti
Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum