Íbúum fækkar þrátt fyrir göng 23. mars 2005 00:01 Íbúum Ólafsfjarðar og Ísafjarðarbæjar heldur stöðugt áfram að fækka þrátt fyrir að göng hafi verið gerð og samgöngur bættar. Stjórnmálamenn hafa haldið því fram að bættar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðir landsins en tölfræðin sýnir annað. Því hefur löngum verið haldið fram að jarðgöng á Íslandi efli þær byggðir sem ganganna njóta og að slíkar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðirnar. Þessu var síðast haldið fram um síðustu helgi þegar tilkynnt var að lagning Héðinsfjarðarganga hæfist á næsta ári. Tölur um þróun íbúafjölda benda hins vegar ekki til þess að jarðgöng hægi nokkuð á flótta fólks frá hinum dreifðari byggðum. Ef litið er til þróunar íbúafjölda Ólafsfjarðar síðan Múlagöng voru opnuð árið 1991 má sjá að íbúum þar í bæ hefur fækkað um rúm 16 prósent síðan þá. Sé litið til þess að Íslendingum hefur í heild fjölgað um rúm 13 prósent á sama tíma má segja að íbúar Ólafsfjarðar ættu að vera rúmlega 1300 í dag til að halda í við fjölgun Íslendinga en þeir eru í dag tæplega eitt þúsund. Þetta þýðir því í raun 26 prósenta fækkun. Vestfjarðagöng voru opnuð árið 1996. Frá 1991 til 96 fækkaði íbúum þeirra byggðarlaga sem nú mynda Ísafjarðarbæ um 5 prósent eða um eitt prósent á ári. Frá opnun ganganna, 1996 til 2004, hefur þeim fækkað um rúm 8 prósent eða um eitt prósent á ári. Göngin hafa því ekkert hægt á þessari þróun. Frá 1996 hefur landsmönnum fjölgað um tæp 9 prósent og sé sú fjölgun tekin með í reikninginn hefur íbúum Ísafjarðarbæjar fækkað um 16 prósent á átta árum miðað við þá íbúatölu sem þar ætti að vera til að halda í við þróun íbúafjölda á Íslandi. Hvort fólksflóttinn og fækkun hafði orðið meiri eða minni án þessara jarðganga skal ósagt látið. Tölfræðin sýnir okkur þó að jarðgöng ein og sér stöðva ekki fólksflóttann af landsbyggðinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Íbúum Ólafsfjarðar og Ísafjarðarbæjar heldur stöðugt áfram að fækka þrátt fyrir að göng hafi verið gerð og samgöngur bættar. Stjórnmálamenn hafa haldið því fram að bættar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðir landsins en tölfræðin sýnir annað. Því hefur löngum verið haldið fram að jarðgöng á Íslandi efli þær byggðir sem ganganna njóta og að slíkar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðirnar. Þessu var síðast haldið fram um síðustu helgi þegar tilkynnt var að lagning Héðinsfjarðarganga hæfist á næsta ári. Tölur um þróun íbúafjölda benda hins vegar ekki til þess að jarðgöng hægi nokkuð á flótta fólks frá hinum dreifðari byggðum. Ef litið er til þróunar íbúafjölda Ólafsfjarðar síðan Múlagöng voru opnuð árið 1991 má sjá að íbúum þar í bæ hefur fækkað um rúm 16 prósent síðan þá. Sé litið til þess að Íslendingum hefur í heild fjölgað um rúm 13 prósent á sama tíma má segja að íbúar Ólafsfjarðar ættu að vera rúmlega 1300 í dag til að halda í við fjölgun Íslendinga en þeir eru í dag tæplega eitt þúsund. Þetta þýðir því í raun 26 prósenta fækkun. Vestfjarðagöng voru opnuð árið 1996. Frá 1991 til 96 fækkaði íbúum þeirra byggðarlaga sem nú mynda Ísafjarðarbæ um 5 prósent eða um eitt prósent á ári. Frá opnun ganganna, 1996 til 2004, hefur þeim fækkað um rúm 8 prósent eða um eitt prósent á ári. Göngin hafa því ekkert hægt á þessari þróun. Frá 1996 hefur landsmönnum fjölgað um tæp 9 prósent og sé sú fjölgun tekin með í reikninginn hefur íbúum Ísafjarðarbæjar fækkað um 16 prósent á átta árum miðað við þá íbúatölu sem þar ætti að vera til að halda í við þróun íbúafjölda á Íslandi. Hvort fólksflóttinn og fækkun hafði orðið meiri eða minni án þessara jarðganga skal ósagt látið. Tölfræðin sýnir okkur þó að jarðgöng ein og sér stöðva ekki fólksflóttann af landsbyggðinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira