Sport

Liverpool sigraði Everton

Liverpool setti baráttuna um fjórða sætið í upplausn er þeir sigruðu granna sína í Everton með tveimur mörkum gegn einu á Anfield í dag. Fyrri hálfleikur var mjög tíðinda mikill og komu Steven Gerrard og Luis Garcia Liverpool í 2-0. Þeir Stephen Warnock, Dietmar Hamann og Fernando Morientes fóru allir meiddir af leikvelli í fyrri hálfleiknum og Luis Garcia haltraði um á annarri löppinni, en Rafa Benitez gat ekki skipt honum útaf þar sem hann hafði þegar notað allar þrjár skiptingarnar. Milan Baros misnotaði tvö dauðafæri einn gegn markmanni og kórónaði síðan skelfilegan dag sinn með því að brjóta illa á Alan Stubbs á 77. mínútu og Rob Styles hafði engan kost nema sýna honum rauða kortið. Leikmaður ársins í Eyjaálfu, Ástralinn Tim Cahill, minnkaði muninn fyrir Everton átta mínútum fyrir leikslok og lokamínúturnar æsispennandi. Leikmenn Liverpool héldu þó haus og fögnuðu ógurlega í lokin. Eftir leikinn er Liverpool ennþá í fimmta sæti, en aðeins fjórum stigum á eftir Everton sem situr í fjórða sæti og keppnin um síðasta Meistaradeildarsætið í algleymingi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×