Körfubolti

Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbrún María Ármannsdóttir átti góðan leik á móti Belgum í dag.
Kolbrún María Ármannsdóttir átti góðan leik á móti Belgum í dag. FIBA.Basketball

Íslenska tuttugu ára landslið kvenna spilar um sjöunda sætið í A-deild Evrópukeppninnar en það er ljóst eftir tap á móti Belgum í dag.

Íslenska liðið hefur aðeins unnið einn af sex leikjum sínum á mótinu en sá sigur kom þeim í átta liða úrslitin þar sem liðið tapaði á móti Litháen.

Í dag mættu þær Belgum þar sem sigur myndi skila liðinu sæti í leiknum um fimmta sætið á mótinu.

Íslensku stelpurnar réðu ekki við sterka Belga og töpuðu með fimmtán stigum, 90-75.

Kolbrún María Ármannsdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 21 stig en Jana Falsdóttir skoraði 13 stig. Rebekka Rut Steingrímsdóttir og Anna María Magnúsdóttir skoruðu báðar níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×