Snæfell, Keflavík og Fjölnir áfram 16. mars 2005 00:01 Snæfell, Keflavík og Fjölnir tryggðu sér sæti í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik með sigri á heimavöllum sínum í kvöld. Fjölnir vann Skallagrím með tveimur stigum, 72-70, í miklum háspennuleik þar sem úrslitin réðust á vítalínunni tveimur sekúndum fyrir leikslok. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með sigurinn. "Við vanmetum engan, ofmetum engan, berum virðingu fyrir öllum liðum og óttumst engan," sagði Benedikt, aðspurður hvaða lið hann vildi fá í undanúrslitum. Snæfell átti í basli með KR í fyrri hálfleik í Stykkishólmi og sérstaklega með Cameron Echols sem skoraði 22 stig í hálfleiknum. Heimamenn náðu að halda honum í sjö stigum í seinni hálfleik og unnu öruggan sigur, 116-105. "Þetta bjargaðist einhvern veginn og herra Sigurður Þorvaldsson tók leikinn í sínar hendur, einstök heppni hjá honum þar sem boltarnir rúlluðu ofan í hver á fætur öðrum," sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells. Grindavík freistaði þess að slá út nágranna sína í Keflavík en sterkur heimavöllur Keflvíkinga gerði gæfumuninn í oddaleiknum og lokatölur urðu 80-75. "Þetta voru tvö frábær lið að spilam," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Þetta er alveg ný keppni, staðan í deildinni skipti engu máli fyrir þennan leik en við töpum ekki svona leikjum á heimavelli," sagði Sigurður. Einar Einarsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að tapið væri sárt. "En það er engin skömm af því að tapa fyrir meisturunum," sagði Einar. "Við vorum að klikka á litlum hlutum í vörninni og það þarf örlitla heppni í þessu þótt að hún sé ekki til í íþróttum," sagði Einar. Keflavík mætir ÍR í undanúrslitum og Snæfell mætir Fjölni. Körfubolti Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Sjá meira
Snæfell, Keflavík og Fjölnir tryggðu sér sæti í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik með sigri á heimavöllum sínum í kvöld. Fjölnir vann Skallagrím með tveimur stigum, 72-70, í miklum háspennuleik þar sem úrslitin réðust á vítalínunni tveimur sekúndum fyrir leikslok. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með sigurinn. "Við vanmetum engan, ofmetum engan, berum virðingu fyrir öllum liðum og óttumst engan," sagði Benedikt, aðspurður hvaða lið hann vildi fá í undanúrslitum. Snæfell átti í basli með KR í fyrri hálfleik í Stykkishólmi og sérstaklega með Cameron Echols sem skoraði 22 stig í hálfleiknum. Heimamenn náðu að halda honum í sjö stigum í seinni hálfleik og unnu öruggan sigur, 116-105. "Þetta bjargaðist einhvern veginn og herra Sigurður Þorvaldsson tók leikinn í sínar hendur, einstök heppni hjá honum þar sem boltarnir rúlluðu ofan í hver á fætur öðrum," sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells. Grindavík freistaði þess að slá út nágranna sína í Keflavík en sterkur heimavöllur Keflvíkinga gerði gæfumuninn í oddaleiknum og lokatölur urðu 80-75. "Þetta voru tvö frábær lið að spilam," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Þetta er alveg ný keppni, staðan í deildinni skipti engu máli fyrir þennan leik en við töpum ekki svona leikjum á heimavelli," sagði Sigurður. Einar Einarsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að tapið væri sárt. "En það er engin skömm af því að tapa fyrir meisturunum," sagði Einar. "Við vorum að klikka á litlum hlutum í vörninni og það þarf örlitla heppni í þessu þótt að hún sé ekki til í íþróttum," sagði Einar. Keflavík mætir ÍR í undanúrslitum og Snæfell mætir Fjölni.
Körfubolti Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Sjá meira