Sport

Mun ekki spila til eilífðar

"Ég mun pottþétt hætta í golfi fyrr en fólk heldur," segir Tiger Woods, besti kylfingur heims. Hann segist ákveðinn í að leggja kylfurnar á hilluna um leið og hans besta er ekki nægilega gott. "Ég veit ekki hvenær það verður en ég veit alveg hvenær ég spila vel og hvenær illa. Ef ég geri mitt besta og það dugir ekki til að vera einn af þeim bestu þá sé ég enga ástæðu til að reyna," segir Tiger og útilokar þar með að hann verði atvinnumaður til elífðarnóns. Eftir stendur að Tiger er enn staðráðinn í að slá tvö met áður en ferillinn tekur enda. Þau eru 18 sigrar Jack Nicklaus á stórmótum og 82 sigrar Sam Snead á bandarísku mótaröðinni. Tiger hefur hingað til unnið átta stórmót og 42 almenn mót og vantar því rúmlega annað eins til að ná markmiði sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×