Hárið tjásað með karamellublæ 10. mars 2005 00:01 "Við sem erum í HCF-samtökunum förum alltaf á sýningarnar í París sem haldnar eru tvisvar sinnum á ári, í febrúar og september. Við förum með starfsfólk út og kynnum okkur nýjustu stefnur og strauma í hártísku. Síðan þegar heim er komið höldum við námskeið fyrir starfsfólkið. Það er náttúrlega lífsnauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast vel með tískunni," segir Hanna Kristín Guðmundsdóttir, forseti íslandsdeildar HCF, en hún rekur einnig snyrtistofuna Kristu. Auk hennar eru Nonni Quest í Kristu, Salon Veh í Húsi verslunarinnar, Dúddi í Listhúsinu og Hreiðar í Salon Reykjavík í HCF-samtökunum. "Það er yfirleitt styttra hár sem er í tísku á sumrin en núna er síða hárið líka í tísku. Ljósa hárið sem var inni síðasta sumar víkur fyrir hári með karamellublæ. Það má segja að það sé "cafe latte"-litur," segir Hanna Kristín og hlær. "Ljósu litirnir verða líka notaðir með en í minna mæli en í fyrra. Síðan er hárið mjög tjásað og allt út í styttum. Síðan er það förðunin sem er afskaplega náttúruleg og falleg," segir Hanna Kristín. Tískan í vor og sumar verður vissulega frjálsleg en jafnframt afskaplega fáguð og flott. Hún er fersk og eilítið ungleg sem fer vel með tískunni í vor og sumar. Hárið er tjásað fram í andlitið til að setja fallegan svip á andlitið. Hárið virkar silkimjúkt og getur hver sem er litið út eins og fín og flott kvikmyndastjarna beint frá Hollywood.Hárið er tjásað, frjálslegt og flott. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Við sem erum í HCF-samtökunum förum alltaf á sýningarnar í París sem haldnar eru tvisvar sinnum á ári, í febrúar og september. Við förum með starfsfólk út og kynnum okkur nýjustu stefnur og strauma í hártísku. Síðan þegar heim er komið höldum við námskeið fyrir starfsfólkið. Það er náttúrlega lífsnauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast vel með tískunni," segir Hanna Kristín Guðmundsdóttir, forseti íslandsdeildar HCF, en hún rekur einnig snyrtistofuna Kristu. Auk hennar eru Nonni Quest í Kristu, Salon Veh í Húsi verslunarinnar, Dúddi í Listhúsinu og Hreiðar í Salon Reykjavík í HCF-samtökunum. "Það er yfirleitt styttra hár sem er í tísku á sumrin en núna er síða hárið líka í tísku. Ljósa hárið sem var inni síðasta sumar víkur fyrir hári með karamellublæ. Það má segja að það sé "cafe latte"-litur," segir Hanna Kristín og hlær. "Ljósu litirnir verða líka notaðir með en í minna mæli en í fyrra. Síðan er hárið mjög tjásað og allt út í styttum. Síðan er það förðunin sem er afskaplega náttúruleg og falleg," segir Hanna Kristín. Tískan í vor og sumar verður vissulega frjálsleg en jafnframt afskaplega fáguð og flott. Hún er fersk og eilítið ungleg sem fer vel með tískunni í vor og sumar. Hárið er tjásað fram í andlitið til að setja fallegan svip á andlitið. Hárið virkar silkimjúkt og getur hver sem er litið út eins og fín og flott kvikmyndastjarna beint frá Hollywood.Hárið er tjásað, frjálslegt og flott.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira