Lífið heldur áfram 25. febrúar 2005 00:01 Þótt hann sé ekki á snærum neinna af stóru hjálparsamtökunum hefur Vilhjálmur Jónsson ekki látið sitt eftir liggja í aðstoðinni við bágstadda. Vilhjálmur hefur búið á Indlandi um áratuga skeið og eins og Fréttablaðið sagði frá í janúar hefur hann ásamt hjálparsamtökum sem hann veitir forystu tekið að sér uppbyggingarstarf í þorpinu Thazhankuda sem er um 160 kílómetra suður af borginni Chennai (Madras) austurströnd Indlands en það varð mjög illa úti þegar aldan reið yfir. 13.000 manns fórust á Indlandi, þar 9.000 í Tamil Nadu héraði þar sem Vilhjálmur hefur verið að störfum. "Þegar við komum niður á ströndina var ég alls ekki viðbúinn þeirri hrikalegu sjón sem við mér blasti. Máttur flóðsins hafði hreinlega sópað öllu burtu og skilið eftir hrúgur af braki og rusli eftir allri strandlengjunni. Bátarnir höfðu undist utan um tré eða farið í gegnum húsin og leifar af fiskinetum lágu á víð og dreif á margra mílna svæði. Það sem snerti mig mest var tilfinningin um að vonin væri horfin. Það er mjög erfitt að útskýra þetta en kannski er þetta eins og að vera laminn og barinn en það kemur ekki niður á líkamanum heldur sálinni. Hér og þar sátu íbúarnir eða fjölskyldur inni í miðri hrúgu af braki og rusli og störðu út í tómið," sagði Vilhjálmur í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Allir eru komnir með þak yfir höfuðið og hafa eitthvað að bíta og brenna. Mestur hluti uppbyggingarstarfsins felst því í að láta hjól atvinnulífsins á staðnum snúast á ný en allur bátafloti þorpsbúa eyðilagðist í flóðunum. Vilhjálmur segir að samtök hans, Family International, hafi þegar afhent 25 stóra báta með vélum og veiðarfærum og sjötíu bátar af minni tegund séu í smíðum. Þeir leysa af hólmi gamla báta sem voru í raun einungis nokkrir trébjálkar bundnir saman og því eru nýju fleyin umtalsvert öruggari. Enn er þó nokkur bið á að fiskimennirnir í Thazhankuda fari á sjó og segir Vilhjálmur skýringuna á því vera öðrum þræði pólitíska. "Mennirnir reykja sígarettur og spila á spil undir tré. Þeir eru að bíða eftir því að stjórnvöld hérna afhendi þá fjármunisem búið er að lofa. Þeir hugsa sem svo að ef þeir fari á sjó í dag þá borga yfirvöld ekki því þau sjá að þeir geta unnið fyrir sér sjálfir." Enginn getur gert sér í hugarlund sorgina sem setur að fólki sem hefur misst alla sína nánustu. Vilhjálmur segir engu að síður að flestir reyni að horfa fram á veginn í stað þess að staldra við hið liðna. "Fólk hérna talar ekki eins mikið um harm sinn eins og heima því þetta er fátækt fólk sem hefur þurft að takast á við meiri þjáningu í gegnum ævina. Það er ríkt í þjóðarsálinni hérna að halda ekki of lengi í slíka hluti. Fólk herðir sig á móti storminum og reynir að gera það besta úr því sem það hefur og vera bjartsýnt. Þannig tekst það á við svona hluti." Lífið heldur í það minnsta áfram hjá börnunum í Thazhankuda en fyrir þau héldu Vilhjálmur og hans fólk skemmtun um miðjan síðasta mánuð. Hátíðin vakti svo mikla lukku hjá ungviðinu og ættingjum þeirra að yfirvöld í héraðinu fengu þau til að heimsækja öll sjávarþorpin á svæðinu en þau eru vel á fimmta tuginn. Þeirri leikferð er nýlokið og gekk hún afar vel að sögn Vilhjálms. Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Þótt hann sé ekki á snærum neinna af stóru hjálparsamtökunum hefur Vilhjálmur Jónsson ekki látið sitt eftir liggja í aðstoðinni við bágstadda. Vilhjálmur hefur búið á Indlandi um áratuga skeið og eins og Fréttablaðið sagði frá í janúar hefur hann ásamt hjálparsamtökum sem hann veitir forystu tekið að sér uppbyggingarstarf í þorpinu Thazhankuda sem er um 160 kílómetra suður af borginni Chennai (Madras) austurströnd Indlands en það varð mjög illa úti þegar aldan reið yfir. 13.000 manns fórust á Indlandi, þar 9.000 í Tamil Nadu héraði þar sem Vilhjálmur hefur verið að störfum. "Þegar við komum niður á ströndina var ég alls ekki viðbúinn þeirri hrikalegu sjón sem við mér blasti. Máttur flóðsins hafði hreinlega sópað öllu burtu og skilið eftir hrúgur af braki og rusli eftir allri strandlengjunni. Bátarnir höfðu undist utan um tré eða farið í gegnum húsin og leifar af fiskinetum lágu á víð og dreif á margra mílna svæði. Það sem snerti mig mest var tilfinningin um að vonin væri horfin. Það er mjög erfitt að útskýra þetta en kannski er þetta eins og að vera laminn og barinn en það kemur ekki niður á líkamanum heldur sálinni. Hér og þar sátu íbúarnir eða fjölskyldur inni í miðri hrúgu af braki og rusli og störðu út í tómið," sagði Vilhjálmur í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Allir eru komnir með þak yfir höfuðið og hafa eitthvað að bíta og brenna. Mestur hluti uppbyggingarstarfsins felst því í að láta hjól atvinnulífsins á staðnum snúast á ný en allur bátafloti þorpsbúa eyðilagðist í flóðunum. Vilhjálmur segir að samtök hans, Family International, hafi þegar afhent 25 stóra báta með vélum og veiðarfærum og sjötíu bátar af minni tegund séu í smíðum. Þeir leysa af hólmi gamla báta sem voru í raun einungis nokkrir trébjálkar bundnir saman og því eru nýju fleyin umtalsvert öruggari. Enn er þó nokkur bið á að fiskimennirnir í Thazhankuda fari á sjó og segir Vilhjálmur skýringuna á því vera öðrum þræði pólitíska. "Mennirnir reykja sígarettur og spila á spil undir tré. Þeir eru að bíða eftir því að stjórnvöld hérna afhendi þá fjármunisem búið er að lofa. Þeir hugsa sem svo að ef þeir fari á sjó í dag þá borga yfirvöld ekki því þau sjá að þeir geta unnið fyrir sér sjálfir." Enginn getur gert sér í hugarlund sorgina sem setur að fólki sem hefur misst alla sína nánustu. Vilhjálmur segir engu að síður að flestir reyni að horfa fram á veginn í stað þess að staldra við hið liðna. "Fólk hérna talar ekki eins mikið um harm sinn eins og heima því þetta er fátækt fólk sem hefur þurft að takast á við meiri þjáningu í gegnum ævina. Það er ríkt í þjóðarsálinni hérna að halda ekki of lengi í slíka hluti. Fólk herðir sig á móti storminum og reynir að gera það besta úr því sem það hefur og vera bjartsýnt. Þannig tekst það á við svona hluti." Lífið heldur í það minnsta áfram hjá börnunum í Thazhankuda en fyrir þau héldu Vilhjálmur og hans fólk skemmtun um miðjan síðasta mánuð. Hátíðin vakti svo mikla lukku hjá ungviðinu og ættingjum þeirra að yfirvöld í héraðinu fengu þau til að heimsækja öll sjávarþorpin á svæðinu en þau eru vel á fimmta tuginn. Þeirri leikferð er nýlokið og gekk hún afar vel að sögn Vilhjálms.
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira