Erlent

Leit í rústum Tvíburaturna hætt

Heilbrigðisyfirvöld í New York hafa formlega hætt leit í rústum Tvíburaturnanna þrátt fyrir að enn eigi eftir að bera kennsl á meira en ellefu hundruð manns sem fórust í árásinni. Undanfarna níu mánuði hafa björgunarsveitarmenn grafið upp meira en eitt og hálft tonn af braki í rústunum og tekist hefur að bera kennsl á rúmlega átta hundruð manns með DNA-rannsóknum í kjölfarið. Nú segja sérfræðingar hins vegar að mál sé að linni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×