Sport

Deildarbikarkeppnin hafin

Keppni í deildarbikar karla í knattspyrnu hófst í gær. Keflavík sigraði Völsung 2-1. Hermann Aðalgeirsson kom Völsungi yfir með marki úr vítaspyrnu en Keflvíkingar jöfnuðu metin með sjálfsmarki Völsunga. Hörður Sveinsson kom svo Keflavík yfir skömmu fyrir leikhlé. Einum Keflvíkingi var vísað út af í síðari hálfleik og Völsungur fékk tækifæri til að jafna þegar dæmd var vítaspyrna á Keflavík. Ómar Jóhannsson varði vítaspyrnu Hermanns Aðalgeirssonar og Keflavík vann 2-1. HK sigraði Fram 2-0 og skoraði Eyþór Guðnason bæði mörkin í sínum fyrsta alvöruleik með HK-mönnum. Breiðablik sigraði Þór 4-1. Birgir Hrafn Birgisson, Kristján Óli Sigurðsson, Olgeir Sigurgeirsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson skoruðu mörk Breiðabliks en Freyr Guðlaugsson mark Þórs. Fimm leikir verða í dag. KA mætir Keflavík á Akureyri, ÍBV keppir við Fylki í Reykjaneshöll og þá verða þrír leikir í Egilshöll. FH keppir við KR, Valur við Grindavík og Víkingur við ÍA.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×