Sport

Deildarbikarinn farinn af stað

Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu hófst í dag með leik Keflvíkinga og Völsunga í Boganum á Alureyri. Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga, 2-1, og er því fyrsti sigur Suðurnesjamanna undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar kominn í hús. Hermann Aðalgeirsson kom Völsungi yfir á 14. mínútu en Keflvíkingar jöfnuðu metin með sjálfsmarki Völsunga á 25. mínútu. Hörður Sveinsson skoraði svo sigurmark Keflvíkinga fimm mínútum fyrir leikhlé. Þá vann HK Fram örugglega í dag í fyrstu umferð deildarbikarsins í knattspyrnu. Lokatölur urðu 2-0 og skoraði Eyþór Guðnason bæði mörk HK.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×